Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2012 02:01

Viljum gjarnan fá fleiri konur í kórinn

Síðasta dag janúarmánaðar 1995 var kvennakórinn Ymur stofnaður á Akranesi. Ymur átti sína fulltrúa í fjölmennum hópi syngjandi kvenna á Vesturlandi sem komu saman í söngbúðum í Borgarnesi í byrjun mars. Þær héldu svo tónleika í lok vökunnar og í kjölfarið á Akranesi og í Stykkishólmi. Fyrir skömmu urðu formannsskipti í kvennakórnum Ym. Jóna Björg Kristinsdóttir er nýr formaður kórsins en hún hefur sungið með honum frá þeim tíma sem hann var stofnaður utan tveggja ára sem hún tók sér hlé frá söngnum.

„Ég hef alltaf verið mikið fyrir söng. Byrjaði í skóla- og barnakór í Vestmannaeyjum þar sem ég ólst upp og fór svo að syngja með kirkjukórnum á unglingsaldri. Eftir að ég flutti í nágrenni Akranes, að Lindási, fór ég að syngja með kirkjukór Innra-Hólmskirkju og syng með þeim kór enn í dag. Hann heitir reyndar núna kór Saurbæjarprestakalls og syngur í öllum kirkjunum þremur í prestakallinu; Hallgrímskirkju, Innra-Hólmskirkju og Leirárkirkju. Ég lét mig svo ekki vanta þegar Ymur byrjaði og yfirleitt höfum við verið milli tuttugu og þrjátíu konur í kórnum. Núna undanfarið höfum við verið í færri kantinum, erum tæplega tuttugu í vetur. Það er hjá okkur eins og í mörgum öðrum félagasamtökum að ungliðunin gengur ekki nógu vel. Samt reynum við að hafa lagavalið fjölbreytt og skemmtilegt og ég held að þar finni allar konur eitthvað skemmtilegt við sitt hæfi. Við viljum endilega hvetja konur til að ganga til liðs við okkur. Æfingar eru bara einu sinni í viku, á þriðjudagskvöldum í samsöngsstofu Tónlistarskólans á Akranesi. Það er hægt að byrja hvenær sem er, bara að mæta,” segir Jóna Björg.

 

Lesa má viðtal við Jónu Björgu Kristinsdóttur formanns kvennakórsins Yms á Akranesi í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is