Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Rismál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2012 02:48

Lögregla sinnir einungis neyðartilvikum utan vakttíma

Síðla aðfararnótt annars dags páska var langvinnt hávaðasamt partí haldið í íbúð fjölbýlishúss á Akranesi. Íbúi í húsinu rumskaði af værum blundi um miðja nótt við hávaðann. Eftir að honum þótti ljóst að ekki yrði svefnsamt í húsinu ákvað hann að hringja í lögregluna klukkan hálf sex um morguninn og biðja hana að skakka leikinn. Til að fá samband við lögreglu er nú hringt í Neyðarlínuna í síma 112. Þar fékk maðurinn þau svör að ekki væru nægar ástæður til að sinna erindinu. Hávaði einn og sér dygði ekki til að kalla út lögreglu á staðinn til að slíta partístandinu. Brýnni ástæður þyrftu að vera fyrir hendi, svo sem slagsmál eða grunur um fíkniefnanotkun. Þessum íbúa í húsinu fannst þetta rýr svör og ekki haldgóðar ástæður til að þegnar geti ekki fengið aðstoð lögreglu til að skakka leik sem augljóslega var farinn langt úr böndunum.

Blaðamaður Skessuhorns ræddi við lögregluna á Akranesi til að grennslast fyrir um hvaða starfsreglur væru í gildi þegar slíkar aðstæður koma upp í heimahúsum en partístand í einhverri mynd er nánast vikulegur viðburður og af því stafar yfirleitt eitthvert ónæði, sérstaklega í fjölbýlishúsum.

 

Jón S. Ólason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akranesi segir að lögreglumenn á bakvakt séu ekki kallaðir út til að sinna hávaða vegna partíhalds. Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra sjái um að meta hvert mál í samráði við lögregluþjón á bakvakt á Akranesi. Sé einungis um að ræða kvörtun vegna hávaða er í mesta lagi tilkynnt að kvartað hefði verið undan gleðskap séu menn á vakt. Þá eru engar valdheimildir fyrir því að fara inn í íbúð og leysa upp partí í tilfellum eins og þessum. Eðli hvers tilfellis er þó metið hverju sinni og getur lögregla vissulega þurft að grípa inn í t.d. vegna ryskinga, mikillar ölvunar eða gruns um fíkniefnanotkun. Þá sagði Jón að hávaði vegna partíhalds væri innanhússmál í viðkomandi fjölbýlishúsi. Íbúar hafi yfirleitt sérstakar skyldur gagnvart öðrum íbúum í viðkomandi húsum og í mörgum fjölbýlishúsum eru til staðar sérstakar húsreglur. Séu þær ekki virtar þurfa íbúar að leysa ágreiningsmál á vettvangi húsfélagsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is