Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2012 03:19

Ítrekað reynt að aka Uxahryggi og Kaldadal þrátt fyrir ófærð

Félagar í Björgunarsveitinni Ok í Borgarfirði hafa margoft á undanförnum vikum verið kallaðir út til aðstoðar ökumönnum sem fest hafa bíla sína á Kaldadal eða Uxahryggjavegi. Guðni Eðvarðsson formaður sveitarinnar er nú á leið í sjötta útkallið sem björgunarsveitin er beðin að fara í á hálfum mánuði. Guðni sagði að ekki væri akstursbann á vegunum sem um ræðir, en bæði Kaldadalsvegur og Uxahryggir eru engu að síður ófærir með öllu. Snjóskafl væri skammt frá útsýnisskífunni á Uxahryggjum sem lokaði veginum og aurbleyta útilokaði umferð um Kaldadalsveg. Taldi Guðni ástæðu til að Vegagerðin lokaði veginum tryggilega með slám meðan ástandið væri svona þannig að ökumenn létu ekki freistast til aksturs um svæðið. Í flestum tilfellum á síðustu vikum hafa það verið útlendingar sem komið hefur þurft til aðstoðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is