Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. apríl. 2012 09:01

Akranes er langmesti fótboltabærinn á Íslandi

Þótt Dean Martin verði fertugur í ágúst er hann enn á fullu í fótboltanum og ekki er af hans framganga á vellinum að sjá að hann sé deginum eldri en flestir félaga sinna - slík er yfirferðin, dugnaðurinn og leikgleðin. Dean hefur frá því hann kom fyrst til Íslands vorið 1995 verið í bæjunum með “Ak” í upphafi nafns og félögunum í gulu búningunum, Akureyri og Akranesi. Síðustu misserin hefur Dean verið aðalþrekþjálfari knattspyrnufólks hjá ÍA, bæði meistaraflokks og afrekshópa félagsins, auk þess að vera aðstoðarþjálfari Þórðar Þórðarsonar með meistaraflokk karla og þjálfun strákanna í sjöunda flokki. Dean sagði í samtali við Skessuhorn að fótboltalega væri Akranes alveg frábær staður og honum líkaði rosalega vel að búa á Skaganum og vinna við fótboltann.

„Mér finnst Akranes vera langmesti fótboltabærinn á Íslandi. Hérna snýst allt um fótboltann. Aðstaðan er hvergi betri; völlurinn, höllin og æfingasvæðið. Það er sama hvert litið er, Akranes er klassa betri hvað allt snertir í sambandi við fótboltann en allir aðrir bæir á Íslandi,” segir Dean Martin.

 

Lesa má viðtal við Dean Martin í Skessuhorni vikunnar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is