Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. apríl. 2012 02:01

Snæfell tekur sæti Skallagríms í þriðju deild

Eftir að meistaraflokkur Skallagríms dró sig úr keppni í C riðli þriðju deildar karla hefur verið ákveðið að Snæfell mun taka sæti þeirra í deildinni og í bikarkepnni KSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Meistaraflokkur Snæfells var síðast endurvakinn 2006 og spilaði í þrjú sumur, eða til haustsins 2008. Páll Margeir Sveinsson þjálfari Snæfells segir aðstæður vera betri núna þar sem KSÍ hefur tekið að sér mikið af undirbúningsvinnu fyrir leiki, eins og t.d. að finna dómara fyrir leiki og greiða laun þeirra. „KSÍ kemur mjög vel að þessu. Þeir styðja vel við liðin í þriðju deildinni,“ segir Páll.  „Ég fór af stað með æfingar með hóp í febrúar og ákveðið var að strákarnir myndu spila með Grundarfirði í sumar. Svo stækkaði hópurinn og í framhaldinu var ákveðið að athuga þennan möguleika. Koma okkar í þriðju deildina er búin að vera í farvegi í tæpan mánuð núna.“ Páll bætir við að góðar aðstæður séu til staðar, eins og flottur völlur og góð íþróttaaðstaða í alla staði.

Snæfell keypti einnig rútu síðasta haust sem mun koma liðinu að góðum notum. Lið Snæfells verður að mestu leyti skipað strákum úr Stykkishólmi á aldrinum 16-20 ára. „Við ætlum að kýla á þetta í sumar. Við erum búnir að halda fund með leikmönnum og þeir eru búnir að setja sér markmið,“ segir Páll.

Í riðlinum verða sjö lið auk Snæfells, þeirra á meðal verða UMFG úr Grundarfirði og Kári af Akranesi. Því má gera ráð fyrir skemmtilegum nágrannaviðureignum í sumar milli liðanna. Fyrsta umferð riðilsins verður spiluð 20. maí.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is