Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. apríl. 2012 06:40

Vegagerðin semur ekki við lægstbjóðanda um Vestfjarðaveg

Í lok mars voru hjá Vegagerðinni opnuð tilboð í gerð nýs Vestfjarðavegar (60) frá Eiði að Þverá. Fimm fyrirtæki buðu í verkið. Kom þá fram að verktakafyrirtækið Ingileifur Jónsson ehf átti lægsta boð, eða 2.153.982.833 kr. sem er 83,5% af kostnaðaráætlun. Næstlægsta boð átti Suðurverk sem bauð 2.486.690.000 kr., eða 96,4% af kostnaðaráætlun. Vegagerðin hefur nú tilkynnt Ingileifi Jónssyni ehf. að fyrirtækið standist ekki þær kröfur sem gerðar eru til verktaka í svo stórum útboðum og mun hefja viðræður við Suðurverk sem átti næstlægsta boðið. Á fréttavefnum BB á Ísafirði kemur fram að Ingileifur sé ósáttur við vinnubrögð Vegagerðarinnar og telji að fyrirtæki sitt standist kröfurnar. Náist samningar við Suðurverk hf. er áætlað að framkvæmdir á veginum hefjist í maí.

Í bréfi til Ingileifs segir að Vegagerðin taki fram þrjú atriði sem fyrirtæki þurfi að standast til að fá tilboð samþykkt. Í fyrsta lagi að meðalvelta fyrirtækisins á árunum 2008-2010 nái ákveðinni upphæð, í öðru lagi verði eigið fé fyrirtækisins að ná ákveðinni upphæð og í þriðja lagi verði fyrirtækið að búa yfir reynslu af verki sem nemur 60% af stærð þess verks sem um sé að ræða. Segir í frétt BB að Ingileifur Jónsson ehf. hafi ekki staðist neina af þessum kröfum, þó svo að í umsókn fyrirtækisins hafi fylgt gögn frá KPMG þar sem komi fram að fyrirtækið standist þær fjárhagskröfur sem gerðar eru. Ingileifur segir einnig að verktakavinna fyrirtækisins við yfirlagningu á Þröskuldum nemi 60% af stærð vegarlagningar á Vestfjarðavegi. Ingileifur saknar þess að hafa ekki fengið rökstuðning frá Vegagerðinni varðandi málið. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Ingileifs, hefur farið fram á formlegan rökstuðning og metur það svo að Ingileifur Jónsson ehf. standist þær kröfur sem gerðar eru.

Sjá nánar: www.bb.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is