Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. apríl. 2012 10:01

Grundartangakórinn og Óskar Pétursson fagna sumri

Það var hraustlega tekið á því í Grundaskóla sl. fimmtudagskvöld þegar Grundartangakórinn var á einni af sínum síðustu æfingum fyrir söngskemmtanir sem haldnar verðar núna í vikunni. Fyrri tónleikar kórsins varða í Vinaminni á Akranesi á sumardaginn fyrsta klukkan 16 og þeir síðari í Ytri - Njarðvíkurkirkju á föstudagskvöldið kl. 20.30. Með kórnum syngja einsöng og tvísöng þeir Óskar Pétursson, Smári Vífilsson og bræðurnir Bjarni og Guðlaugur Atlasynir. Þá kemur Óskar Pétursson fram með Tindatríóinu og munu þeir flytja nokkur kvartettlög í anda Galgopanna, sem gerðu garðinn frægan á Norðurlandi áður en Óskar tók upp á því að syngja með bræðrum sínum frá Álftagerði.

 

 

 

 

Stjórnandi Grundartangakórsins er Atli Guðlaugsson, en hann hefur stjórnað kórnum síðustu 12 árin. Um hljóðfæraleik sjá Flosi Einarsson á píanó og Rut Berg Guðmundsdóttir á harmonikku og þverflautu. Grundartangakórinn hefur starfað af miklum þrótti í 32 ár og haldnar hafa verið söngskemmtanir víða um land og erlendis. Núverandi formaður kórsins er Árni Sigurðsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is