Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. apríl. 2012 01:08

Styrktartónleikar Ingu Bjarkar voru vel heppnaðir

Á fimmtudaginn síðasta fóru fram tónleikar til styrktar útskriftarferð Ingu Bjarkar Bjarnadóttur sem mun útskrifast sem stúdent frá Menntaskóla Borgarfjarðar í vor. Skessuhorn greindi frá aðdraganda tónleikanna í síðustu viku þar sem meðal annars koma fram að markmið söfnunarinnar var að fjármagna kostnað vegna tveggja aðstoðarmanna sem þurfa að fylgja Ingu út vegna fötlunar hennar. Um 250 manns sótti tónleikana. Fram kom fjöldinn allur af tónlistarfólki úr héraði sem söng og lék við hvern sinn fingur. Á tónleikunum komu fram skólakór Menntasóla Borgarfjarðar, Tríó tónvilltra, systurnar Hanna Ágústa og Sigríður Ásta, Uppsveitin, Gúi og Dúdda Ringsted, Ulysses Grant og loks stórsveit Inga B. Kynnir var trúbadorinn góðkunni Svavar Knútur sem einnig greip í gítarinn milli atriða og söng nokkur af sínum þekktustu lögum.

Kynning Svavars setti skemmtilegan svip á tónleikana en milli söngs og kynningar deildi hann með tónleikagestum skemmtilegum og einlægum sögum frá sinni ævi.

 

Í samtali við Skessuhorn vildi Inga Björk koma fram þakklæti til allra sem hjálpuðu henni við að gera tónleikana og kvöldið að veruleika. Undirbúningur fyrir tónleikana hafi staðið yfir í um þrjá mánuði og voru fjölmargir sem lögðu hönd á plóg. Fyrir þetta vill Inga þakka.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is