Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. apríl. 2012 01:48

Mýraeldahátíðin haldin í þriðja sinn

Fjölmenni kom saman í gær í Lyngbrekku á Mýrum þegar búnaðarfélagið á svæðinu gekkst fyrir sinni þriðju Mýraeldahátíð til að minnast sinueldanna miklu vorið 2006. Í gærkvöldi var skemmtun og dansleikur fram á nótt en í gærdag var m.a. markaður og keppni í ýmsum þrautum á borð við reiptog, þrautabraut á dráttarvélum og annað bændasprell. Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga kynnti vörur og þjónustu, boðið var upp á veitingar og létt var yfir mannskapnum. Í reiptogi voru það Hraunhreppingar sem báru sigur úr bítum enda firnasterkt lið á ferð sem hreinlega negldi sig fast við jörðina þannig að Álfthreppingar urðu að játa sig sigraða eftir rosaleg átök. Í dráttarvélaakstrinum var það Unnsteinn í Laxárholti sem hafði sigur en Guðbrandur á Staðarhrauni kom síðastur í mark þrátt fyrir að sýna fram á bæði gilt ökuskírteini og að áfengismagn í blóði var ekkert. Þetta og margt fleira verður kynnt nánar í Skessuhorni í næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is