Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Rismál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. apríl. 2012 02:01

Búið að stofna Skotfélag Vesturlands

Þriðjudaginn 10. apríl sl. var Skotfélag Vesturlands stofnað á fundi sem haldinn var í Hyrnunni í Borgarnesi. Fjölmenni mætti til stofnfundarins, eða um 50 manns. Á fundinum voru lög félagsins samþykkt og kosin stjórn. Til formennsku valdist Þórður Sigurðsson í Borgarnesi en að auki voru kosnir í stjórn þeir Stefán Ólafsson, Jón Arnar Sigurþórsson, Hilmir Valsson og Ómar Jónsson. Markmið félagsins er meðal annars, eins og segir í nýsamþykktum lögum þess, að vinna að eflingu skotíþrótta á Íslandi, að komu upp sem bestri aðstöðu fyrir félagsmenn og kenna meðferð skotvopna í því augnamiði vinna gegn ógætilegri notkun þeirra. Félagssvæði er allt Vesturland en varnarþing er í Borgarnesi.

 

 

 

 

Að sögn Þórðar Sigurðssonar formanns þá hefur undirbúningur að stofnun félagsins staðið í nokkurn tíma. ,,Fjölmargir einstaklingar t.d. í Borgarbyggð hafa byssuleyfi og stunda að einhverju marki skotfimi. Þetta hafa margir skotáhugamenn gert utan Borgarbyggðar. Vilji hefur staðið til þess meðal okkar að koma upp nauðsynlegri aðstöðu í héraðinu og er stofnun félagsins liður í því,” segir Þórður. Hann segist finna fyrir miklum áhuga fyrir skotíþróttum og hafi góð mæting á stofnfundinn gefið góð fyrirheit fyrir komandi uppbyggingarstarf á vegum félagsins. ,,Við sem vorum að undirbúa stofnun félagsins bjuggumst við svona 10-20 manns á stofnfundinn. Síðan kom á daginn að um 50 manns mættu sem var framar okkar björtustu vonum. Allir þessir teljast stofnfélagar og sömuleiðis þeir sem skrá sig í félagið fyrir næsta aðalfund. Frá því að fundurinn var haldinn hafa svo um tíu til viðbótar gengið í félagið,” bætir Þórður við.

 

Fyrsta verkefni eftir stofnun verður að finna félaginu aðstöðu. Nýkjörin stjórn hyggst ræða við sveitarstjórnendur í Borgarbyggð um úthlutun félagssvæðis. Þá er markmiðið að félagið fái aðild að Skotfélagi Íslands og Íþróttasambandi Íslands. Nú þegar hefur félagið gengið í UMSB. Þórður vildi að endingu koma því á framfæri að fólk geti haft samband við sig eða aðra stjórnarmenn í félaginu til að ganga í það. Sími formanns er 862-5349 og netfang doddi76@simnet.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is