Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Rismál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. apríl. 2012 02:01

"Ég hef verið bölvaður hrakfallabálkur um tíðina"

Á Vesturlandssýningu hestamannafélaganna á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands, sem haldin var í Faxaborg í Borgarnesi laugardaginn 24. mars sl., slasaðist hestamaður þegar hann var að koma í mark í svokölluðu dekkjarallíi, skemmtiatriði sem slegið var upp milli annarra sýningaratriða. Dekkjarallíið átti að skera úr um það hvert væri sneggsta hestamannafélagið á Vesturlandi. Það var fulltrúi Dreyra á Akranesi sem sigraði í þrautinni en sá sigur reyndist honum dýrkeyptur þar sem sigurvegarinn, Ólafur Guðmundsson, tvíökklabrotnaði um leið og hann steig inn í dekkið sem var endamarkið. Í verðlaun fyrir sigurinn fékk Ólafur páskaegg og úr því kom málshátturinn: „Fallið sakar þá minnst sem fljúga lægst.” Í samtali við Skessuhorn segir Ólafur að mörgum hafi fundist þessi málsháttur í meira lagi kátbroslegur í ljósi þess sem gerst hafði.

Ólafur segir að þó þetta séu mestu meiðsli sem hann hafi orðið fyrir í hestamennskunni, þá verði samt að viðurkennast að hann hafi sloppið nokkuð vel. “Ég hef verið bölvaður hrakfallabálkur um tíðina og ekki síst núna síðari árin. Það er nú svo skrítið með það að síðasta ár er búið að vera mikið hrakfallaár hjá mér, en samt hef ég aldrei verið jafn sigursæll á mínum ferli í hestamennskunni. Ég hef unnið til margra verðlauna á smærri mótum hérna í nágrenninu; hjá Dreyra, Skugga og Faxa,” sagði Ólafur þegar blaðamaður Skessuhorns tók mynd af honum við skáp fullan af verðlaunagripum sem geymir eingöngu verðlaun frá mótum á síðasta ári. “Frá því ég kom á Akranes fyrir tæpum 15 árum hef ég keppt nánast á hverju móti hjá mínu félagi, Dreyra. Það var í fyrsta skipti núna um páskana sem ég keppti ekki í páskatöltsmótinu sem alltaf er haldið. Það var svolítið skrítið en í staðinn var ég í hlutverki þular á mótinu.”

 

Lesa má viðtal við Ólaf Guðmundsson fjölvirkja og hestamann í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is