Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. apríl. 2012 01:01

Vorframkvæmdir hjá Golfklúbbi Borgarness

Hjá Golfklúbbi Borgarness standa nú yfir nokkrar framkvæmdir á Hamarsvelli, 18 holu golfvelli félagsins. Völlurinn er staðsettur rétt norðan við Borgarnes. Starfsmenn klúbbsins vinna að lagningu nýrra göngustíga á vellinum auk þess sem nokkrir eldri stígar eru lagfærðir. Þá er einnig unnið að teigagerð á nokkrum holum.  Að sögn Jóhannesar Ármannssonar framkvæmdastjóra GB hófust framkvæmdir um síðustu mánaðamót. Til stóð að byrja framkvæmdir í nóvember sl. en vegna tíðarfarsins í vetur gekk það ekki eftir. Jóhannes segir að stígagerð fari nú fram á milli 6. og 7. holu, við 5. holu og loks á 10. holu svo einhver dæmi séu nefnd. Fjöldi teiga á vellinum fá jafnframt upplyftingu í yfirstandandi framkvæmdalotu.

Unnið er að stækkun og endurnýjun 1., 11., 16. og 17. teigs. Einnig kemur 10. teigur sem staðsettur er við austurhlið klúbbhúss GB til með að stækka allverulega. Teigarnir verða síðan tyrfðir með þökum frá Gunnarshólma á Suðurlandi. Aðspurður um verklok segir Jóhannes að stefnt sé að þeim fyrir lok mánaðarins. Hann segir Hamarsvöll koma afar vel undan vetri. Allar flatir voru slegnar í fyrsta skipti miðvikudaginn 11. apríl sem er með fyrra móti.

 

Lesa má meira um vorframkvæmdir hjá GB á Hamarsvelli í Borgarnesi í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is