Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Rismál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. apríl. 2012 03:52

Mikill kostnaður við brennslu svartolíu útilokar kolmunnabræðslu á Akranesi

Kolmunnaveiðar skipa HB Granda suður af Færeyjum hafa gengið vel að undanförnu og eru skipin þegar farin að landa afla sínum á Vopnafirði og í Færeyjum. Guðmundur Hannesson verksmiðjustjóri fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi segist ekki eiga von á að fá kolmunna til bræðslu á Akranesi þótt siglingin af miðunum sé svipuð og til Vopnafjarðar. „Verksmiðja HB Granda á Vopnafirði notar rafmagn sem orkugjafa og orkukostnaðurinn þar er ekki nema einn þriðji af því sem hann er hjá okkur. Menn hafa nú verið að berjast í því að fá rafmagn hingað til að losna við þann mikla kostnað sem er af svartolíunni.

Flestar verksmiðjurnar í landinu eru komnar með rafskautakatla. Það er bara verksmiðjan hér, Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði og Ísfélagið í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn sem enn eru með svartolíukatla. Mér skilst að Fáskrúðsfirðingar fái rafmagn fljótlega en þessar verksmiðjur eru orkufrekar og það vefst fyrir Orkuveitunni að afhenda þau 18 megavött sem þarf til að knýja verksmiðjuna alfarið með rafmagni. Kannski er von til þess að við getum fengið einhvern „hund“ frá Sementsverksmiðjunni ef ekki verður sett þar í gang aftur, en það myndi aðeins duga fyrir litlum hluta því þangað fóru bara tvö og hálft megavatt,“ sagði Guðmundur Hannesson.

 

Bæjaryfirvöld þrýsta á um lausn

Vegna fréttar þessa efnis á forsíðu Skessuhorns í vikunni vill Árni Múli Jónasson bæjarstjóri koma því á framfæri að hann hefur ásamt Guðmundi Páli Jónssyni, formanni bæjarráðs, átt fundi á undaförnum vikum með Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur til að ræða þessi mál. „Við höfum einnig farið yfir málin með Eggert Guðmundssyni, forstjóra HB Granda. Bjarni hefur falið sínum mönnum hjá OR að meta og gera tillögur um mögulegar leiðir til að bregðast við og finna lausnir. Við munum setjast yfir málin með þeim þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Það er í það minnsta óviðunandi að ekki sé hægt að bræða allan þann fisk sem þarf í verksmiðjunni hér á Akranesi sökum skorts á rafmagni,“ segir Árni Múli Jónasson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is