Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. apríl. 2012 03:05

Ný vinnslulína Skagans kynnt á sýningu í Belgíu

Í næstu viku fer fram í Brussel í Belgíu sjávarútvegssýningin Brussels Seafood Show. Skaginn hf. á Akranesi mun taka þátt í sýningunni líkt og undanfarin ár og kynna starfsemi sína og framleiðsluvörur. Á sýningunni mun fyrirtækið m.a. kynna nýja vinnslulína sem að stofninum til hefur verið í þróun á undanförnum 10-15 árum til vinnslu á uppsjávarfiski. Um er að ræða sjálfvirka plötufrysta fyrir skip sem byggja á sömu tækni og nú er beitt í uppsjávarfiski með tilheyrandi hagræðingu og vinnusparnaði. Að sögn Ingólfs Árnasonar, framkvæmdastjóra Skagans, þá eru vinnslurásir fyrir uppsjávarfisk að mestu orðnar sjálfvirkar og nú er verið að yfirfæra þekkta tækni í skip. Nýja vinnslukerfið verður kynnt til leiks á sýningunni en fjórir fulltrúar frá Skaganum koma til með að manna sýningarbás fyrirtækisins. Skaginn hefur tekið þátt í sýningunni um árabil með góðum árangri enda þarna samankomnir allir helstu aðilar í sjávarútvegsgeiranum.

Unnið út um allan heim

Óhætt er að segja að Skaginn sé með mörg járn í eldinum um þessar mundir. Alls starfa nú á vegum fyrirtækisins og tengdra aðila um 110 starfsmenn. 17 þeirra eru nú staddir erlendis í verkefnum. Í Færeyjum eru 11 starfsmenn fyrirtækisins að setja upp vinnslulínu fyrir Varða Pelagic. Fjölga mun starfsmönnum Skagans þar er líður á vorið og áætlar Ingólfur að þeir verði 20-25 þegar mest verður. Verkinu mun ljúka í sumar. Þá eru þrír starfsmenn Skagans staddir í Winnipeg í Kanada við uppsetningu á lausfrystum og í sömu erindagjörðum eru tveir í Póllandi og einn í Rússlandi. Ingólfur ráðgerir að síðar á þessu ári verði starfsmenn Skagans einnig að vinna við uppsetningu búnaðar í Kína, Suður-Afríku og Bandaríkjunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is