Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. apríl. 2012 06:40

Vorframkvæmdir hjá Golfklúbbi Borgarness

Hjá Golfklúbbi Borgarness standa nú yfir nokkrar framkvæmdir á Hamarsvelli, 18 holu golfvelli félagsins. Völlurinn er staðsettur rétt norðan við Borgarnes. Starfsmenn klúbbsins vinna að lagningu nýrra göngustíga á vellinum auk þess sem nokkrir eldri stígar eru lagfærðir. Þá er einnig unnið að teigagerð á nokkrum holum.  Að sögn Jóhannesar Ármannssonar framkvæmdastjóra GB hófust framkvæmdir um síðustu mánaðamót. Til stóð að byrja framkvæmdir í nóvember sl. en vegna tíðarfarsins í vetur gekk það ekki eftir. Jóhannes segir að stígagerð fari nú fram á milli 6. og 7. holu, við 5. holu og loks á 10. holu svo einhver dæmi séu nefnd.

Fjöldi teiga á vellinum fá jafnframt upplyftingu í yfirstandandi framkvæmdalotu. Unnið er að stækkun og endurnýjun 1., 11., 16. og 17. teigs. Einnig kemur 10. teigur sem staðsettur er við austurhlið klúbbhúss GB til með að stækka allverulega. Teigarnir verða síðan tyrfðir með þökum frá Gunnarshólma á Suðurlandi. Aðspurður um verklok segir Jóhannes að stefnt sé að þeim fyrir lok mánaðarins. Hann segir Hamarsvöll koma afar vel undan vetri. Allar flatir voru slegnar í fyrsta skipti miðvikudaginn 11. apríl sem er með fyrra móti.

 

Tré frá Grundartanga prýða svæðið

Áberandi hefur verið hve mikið hefur verið gróðursett af trjám á Hamarsvelli undanfarin ár og segir Jóhannes að því sé að þakka miklum áhuga klúbbfélaga í Golfklúbbi Borgarness fyrir trjárækt á svæðinu. Mikið af hinum nýju trjám hefur GB fengið frá skógræktarsvæðum við Grundartanga. Þar hefur þurft að grisja vegna framkvæmda og hafa golfklúbbsmenn í Borgarnesi fengið að hirða þar tré sem ellegar yrðu höggvin. Áætlað er að enn fleiri tré verði gróðursett á Hamarsvelli í vor. Ráðgert er að setja um hundrað aspir til viðbótar á valinn stað á vellinum.

 

Stefnt að opnun 1. maí

Jóhannes býst við mikilli aðsókn í sumar á Hamarsvöll enda hafi góður rómur verið gerður að vellinum sem er vinsæll meðal íslenskra kylfinga. ,,Það hefur verið aukning í aðsókn á völlinn undanfarin áratug, sérstaklega eftir að völlurinn var stækkaður í 18 holur árið 2007. Kylfingum hefur líkað vel að spila völlinn og koma margir aftur og aftur,” segir Jóhannes og bætir því við að stefnan sé sú að völlurinn verði opnaður 1. maí næstkomandi. ,,Tíðin ræður þó för í þessu eins og svo mörgu öðru, en miðað við núverandi ástand verður hægt að opna fyrr en ella,” segir Jóhannes að endingu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is