Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Rismál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. apríl. 2012 09:01

Hvalsveitungur sigraði í Músíktilraunum

Kristján Pálmi Ásmundsson er einn meðlima hljómsveitarinnar Retrobot sem sigraði hina viðfrægu tónlistarkeppni Músíktilraunir 31. mars sl. Kristján er 19 ára og stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og er frá bænum Litla-Lambhagalandi í Hvalfjarðarsveit. Hljómsveitin Retrobot leikur raftónlist á svipuðum nótum og hljómsveitirnar FM Belfast og Justice sem notið hafa vinsælda hérlendis undanfarin ár.  Grunnurinn í raftónlistinni eru taktfastir hljómborðstónar sem eiga rætur sínar að rekja til þess tíma er tónlistarmenn hagnýttu sér meira svokallaða hljóðgervla (e. syntheizers) á níunda áratug síðustu aldar. Kristján sagði í samtali við Skessuhorn að meiri stemning sé í raftónlistinni en annarri músík. Áhorfendur eru líklegri en ella til að dansa og taka þátt í tónleikunum. Af þessum sökum verður skemmtilegra að spila.

Hljómsveitin Retrobot leit dagsins ljós undir lok síðasta árs.

Kristján segist hafa verið í hljómsveitum frá 14 ára aldri og var meðal annars í hljómsveitinni Sendibíll sem tók þátt í Músíktilraunum árið 2008. Þá var raftónlistin ekki komin á dagskrá og léku Sendibílsmenn grínmúsík í anda Baggalúts og Ljótu hálfvitanna. Í Retrobot skipar Kristján stöðu gítarleikara en hann á það til að syngja líka en alls eru fjórir í sveitinni.

Nóg er á döfinni hjá Retrobot liðum á næstu mánuðum. Hljómsveitin mun meðal annars koma fram á stóra sviðinu á 17. júní í Reykjavík, Westerpop tónlistarhátíðinni í Hollandi og loks á Iceland Airwaves hátíðinni í október. Einnig eru á döfinni stakir tónleikar í Reykjavík á næstu vikum og mánuðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is