Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. apríl. 2012 12:01

Sumri fagnað undir Jökli

Skógræktar- og landverndarfélag undir Jökli á Hellissandi fagnar jafnan sumri á fyrsta sumardag með því að efna til mannfagnaðar í skógræktargarðinum Tröð. Á þessum degi er merki Opins skógar og fánar styrktaraðila þess verkefnis dregnir að húni á þremur fánastöngum við Tröðina. Í ár lék veðrið við hóp fólks sem kom til að fagna með skógræktarfólkinu. Fánarnir voru dregnir að húni og síðan gengin hringur um skóræktarsvæðið.  Að göngunni lokinni var haldið í Hótel Hellissand og sests þar að góðum veitingum.  Kay Wiggs stjórnaði þar fjöldasöng sem var vel tekið undir. Þá mætti þar einnig Valentína Ingólfsson, skólastjóri Tónlistarskóla Snæfellsbæjar, með einn nemanda sinn átta ára dreng, Daríusz Dubaj. Hann lék nokkur lög á píanó og tókst það með miklum ágætum og fékk hann miklar og góðar undirtektir fyrir leik sinn.  Sumarfagnaðurinn tókst því með ágætum vorið 2012.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is