Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. apríl. 2012 12:35

Viljayfirlýsing um byggingu kísilmálmvinnslu á Grundartanga

Í tengslum við heimsókn Wen Jiabo forsætisráðherra Kína til Íslands sl. föstudag undirrituðu íslensk yfirvöld og China National Bluestar, eigandi Elkem, sameiginlega viljayfirlýsingu um byggingu á tveimur nýjum verksmiðjum á Íslandi sem báðar verða staðsettar á Grundartanga ef af þeim fyrirætlunum verður. Á fundi forsætisráðherra Íslands og Kína í Þjóðmenningarhúsinu voru undirritaðir samtals sex nýir samningar sem allir lýsa vilja til samstarfs um ólík málefni. Má þar nefna norðurslóðasamstarf og jarðhitasamstarf í þróunarríkjum.  Undirrituð var sameiginleg viljayfirlýsing íslenska ríkisins og kínverska fyrirtækisins BlueStar um byggingu á allt að 65 þúsund tonna kísilmálmvinnslu á Grundartanga auk framhaldsvinnslu á efni til framleiðslu sólarrafhlaðna, allt að 12 þúsund tonna sólarkísilverksmiðju.  

 

 

 

 

BlueStar er aðaleigandi Elkem í Noregi sem er eigandi Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Það var Guðbjartur Hannesson starfandi iðnaðarráðherra sem undirritaði yfirlýsinguna fyrir Íslands hönd við Robert Lu, forstjóra China National Blue Star. Helge Aasen forstjóri Elkem, sem jafnframt er stjórnarmaður í China National Blue Star, kveðst jákvæður gagnvart samkomulaginu, en bendir á að verkefnið sé enn á frumstigi. „Þetta samkomulag sýnir að það eru góðar langtímahorfur fyrir afurðir okkar. Verkefnið er hins vegar á algjöru byrjunarstigi og það er enn mikil óvissa varðandi mögulega framkvæmd,“ segir Helge Aasen.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is