Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Rismál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. apríl. 2012 10:41

Sinueldur fór úr böndunum

Sinueldur sem kveiktur var í landi Hvítárbakka í Borgafirði síðasta laugardag fór úr böndunum. Öll tilskilin leyfi voru þó til staðar. Þrátt fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir komst eldur í skjólbelti á jörðinni og þurfti að kalla til aðstoðar menn frá Slökkviliði Borgarbyggðar til að hefta frekari útbreiðslu eldsins. Stafalogn var þegar eldurinn var kveiktur og steig í fyrstu gríðarmikill reykjarmökkur beint upp í loftið. Fljótlega virðist svo að myndast hafi hitalægð inni í reykjarmekkinum og dreifði hún samviskusamlega reyknum um hálft Borgarfjarðarhérað. Til marks um það bárust kvartanir vegna reyks í Reykholti og brunaviðvörunarkerfið á Bifröst fór í gang. Þá var sumarhúsafólk í héraðinu ævareitt yfir menguninni ef marka má ýmsar bloggfærslur í kjölfarið.

 

 

 

 

Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar er ómyrkur í máli gagnvart þeim lagaramma sem gildir um sinubruna. Segir að það sé á steinaldarstigi að bændur sem fái leyfi til að brenna sinu þyrftu ekki að leggja fram neinar tryggingar með tilliti til þess tjóns sem eldar sem þessir geti valdið. Á sama tíma þurfi fjölda leyfa til að kveikja áramótabrennur sem lítil sem engin hætta stafi af. „Að brenna sinu á fjárlausum landareignum bætir ekkert. Eini ávinningurinn er að jörð virðist grænka fyrr en ella. Ókostirnir eru hins vegar margir. Næringarefnin í gamla grasinu eyðast í stað þess að nýtast, skordýralíf skaðast og nú eru jafnvel fuglar farnir að verpa. Þá er mengunin af stórum sinueldum slík að fólk verður jafnvel að yfirgefa heimili sín eða sumarhús. Það er ekkert gagn af þessu og því verður að skerpa á lögunum sem um þetta gilda,“ segir Bjarni og spyr: „Finnst fólki það ásættanlegt að hægt sé að kveikja eld á víðavangi, allt fer svo úr böndunum með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur og annarra fyrirhöfn? Auðvitað þarf að koma í veg fyrir svona vitleysugang. Ég kalla því eftir viðbrögðum og aðgerðum Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðsherra. Ég fór á fund hennar í fyrra og ræddi þessi mál við hana, en sú heimsókn hefur enn engu skilað,“ segir Bjarni.

 

 

Leyfi til að brenna sinu eru gefin út að uppfylltum vissum skilyrðum og gilda til 1. maí. Að sögn Theodórs Þórðarsonar yfirlögregluþjóns hjá LBD hafa verið gefin út nokkur leyfi þetta vorið. Hann segir að leyfishöfum beri m.a. að tilkynna viðkomandi slökkviliðsstjóra með að minnsta kosti sex klukkustunda fyrirvara í hvert skipti sem að hann hyggst brenna sinu á því svæði sem hann hefur leyfi til. Jafnframt skal hann tilkynna nágrönnum sínum og eigendum mannvirkja sem liggja í innan við 1000 metra fjarlægð um fyrirhugaða brennu. Skal leyfishafi hafa stöðuga gát á sinueldinum og útbreiðslu hans og hafa yfir að ráða mannafla og tækjum til að halda eldinum innan leyfðra marka.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is