Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. apríl. 2012 06:40

Mæðrastyrksnefnd flytur í gamla pósthúsið á Akranesi

Mæðrastyrksnefnd Vesturlands hefur fengið gamla pósthúsið við Kirkjubraut 37 á Akranesi að láni undir starfsemi sína. Þór Reynisson stöðvarstjóri Íslandspósts á Akranesi mætti þangað sl. mánudag og skrifaði undir lánssamning við Anítu Gunnarsdóttir formann Mæðrastyrksnefndar. Einnig voru Guðrún Jóhannesdóttir og Sigurlaug Þorsteinsdóttir á staðnum þar sem þær voru að vinna að því við að gera húsnæðið klárt fyrir starfsemi nefndarinnar. Á þremur árum hefur Mæðrastyrksnefnd nú þurft að færa starfsemi sína jafn oft milli húsa þar sem svo skemmtilega vill til að viðkomandi húsnæði hefur selst skömmu eftir að Mæðrastyrksnefnd hefur flutt inn. Nú fær nefndin tveggja mánaða uppsagnarfrest ef húsið skyldi seljast.

Gamla pósthúsið er yfir 200 fermetrar að stærð og ef þess kemur stendur nefndinni til boða að nýta efri hæð hússins að auki. Síðastliðinn laugardag fékk nefndin hóp fólks í lið með sér til að hjálpa til við flutninga og nú þarf að þrífa og gera klárt fyrir fyrstu úthlutun á nýjum stað. Aníta, Guðrún og Sigurlaug gera ráð fyrir að starfsemin komist aftur á fullt í byrjun maí.

Mæðrarstyrksnefndin er nú hætt að taka við fatnaði og vill Aníta benda fólki á gáma Rauða krossins ef það vill losa sig við flíkur sem gætu þannig öðlast framhaldslíf. Í staðinn ætlar Mæðrastyrksnefnd að hafa sölubása til leigu í nýja húsnæðinu um helgar. Þar getur fólk leigt sér bás og selt alls kyns varning, hvort sem er handavinnu, postulín úr skápunum, nytjahluti úr bílskúrnum eða hvað sem er annað. Byrjað verður með sölubásana helgina 18.-19. maí og er ætlunin að verða með þá allar helgar. Aníta segir markmiðið vera að skapa smá markaðsstemningu. Guðrún Jóhannesdóttir segir Mæðrastyrksnefnd vera afar þakkláta Íslandspósti fyrir að lána þeim húsnæðið og öllum þeim sem lagt hafa nefndinni lið í gegnum tíðina.

 

Þeir sem vilja styrkja Mæðrastyrksnefnd geta lagt inn á bankanr. 186 – 05 - 65465, kt. 411276-0829.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is