Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

TIL SÖLU

Landcruser 90 árg.2000 ekinn 300þús. Sjálfsk. upphækkaður /33"dekk skoðaur 2021 Góður bíll- en r...
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. apríl. 2012 06:22

Óbreytt frumvarp um veiðigjald þýddi greiðsluþrot Snæfellsbæjar

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur sent atvinnuveganefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um veiðigjald sem liggur fyrir Alþingi. Kristinn Jónasson bæjarstjóri hefur óskað eftir fundi með nefndinni til að fylgja umsögninni eftir. Þá segir: „Ekki er gerður ágreiningur um nauðsyn þess að gera breytingar á núverandi fiskveiðilöggjöf til að reyna að ná meiri sátt um þessa mikilvægu auðlind okkar en sú nálgun má þó ekki vera þannig að sjávarbyggðunum um land allt nánast blæði út m.a. vegna gífurlega hárra veiðigjalda. Það að taka jafn mikla fjármuni og stefnt er að með frumvarpinu af landsbyggðinni inn í ríkissjóð hefur miklar og alvarlegar afleiðingar.“ Bent er á að í Snæfellsbæ borgi íbúar þrefalt hærra orkuverð til húshitunar en fólk á höfuðborgarsvæðinu. Spurt er af hverju ekki sé farið í að móta allsherjarstefnu um gjald af auðlindum landsins, hverjar sem þær séu.

„Gjaldtaka af einni auðlind umfram aðra er ekkert réttlæti þar sem misjafnt er hvar þær auðlindir eru og því kemur gjaldtaka af einni auðlind meira niður á einu svæði en öðru.“

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar fékk endurskoðunarfyrirtækið Deloitte til að skoða afleiðingar frumvarpsins fyrir Snæfellsbæ. Þar kom í ljós að veiðgjaldið af fyrirtækjum í bænum yrði 817 milljónir króna á ári, en árið 2010 var gjaldið 154 milljónir. Árið 2010 var útsvar Snæfellsbæjar 625 milljónir. Miðað við íbúatölu í Snæfellsbæ yrði veiðigjaldið 473 þúsund krónur á hvern íbúa. Deloitte skoðaði 24 útgerðarfélög í Snæfellsbæ. Hluti félaganna er bæði með veiðar og vinnslu og öll félögin hafa meira en 100 tonn í úthlutuðum afla. Í ljós kom að af þessum 24 félögum eru 17 sem talið er að gætu ekki staðið við núverandi greiðsluskuldbindingar yrði frumvarpið óbreytt að lögum. Hjá þessum 24 félögum vinna 314 einstaklingar og 204 hjá þeim 17 sem ekki gætu staðið við greiðsluskuldbindingar sínar. Félögin öll greiddu laun á árinu 2010 sem samsvarar 2,4 milljörðum króna og voru meðallaun 7,7 milljónir. Í útsvar til bæjarins eru það 297 milljónir, eða 48% af heildarútsvarstekjum bæjarins, og ef 204 missa vinnuna þá myndi bærinn missa af tekjum upp á 193 milljónir króna og samkvæmt umsögninni myndi það þýða greiðsluþrot Snæfellsbæjar á skömmum tíma.

Að lokum segir í umsögninni: „Það er ljóst ef skoðaðar eru tölur úr þeirri vinnu sem Deloitte vann fyrir Snæfellsbæ að áhrifin yrðu gífurlega mikil og ef frumvarpið gengur óbreytt fram þá yrði höggið afar þungt fyrir allt samfélagið og ljóst að veruleg fækkun starfa yrði og samdráttur á öllum sviðum í hagkerfi Snæfellsbæjar og óljóst hverjar yrðu framtíðarhorfur samfélagsins. Það er von okkar í Snæfellsbæ að atvinnuveganefnd Alþingis og alþingismenn allir íhugi alvarlega þær staðreyndir sem hér eru dregnar fram um afleiðingar þess ef umrætt frumvarp nær fram að ganga. Þetta mál skiptir það miklu fyrir sjávarbyggðirnar að ef alþingismenn draga í efa að þær upplýsingar sem koma fram í umsögn þessari séu réttar þá skorum við í Snæfellsbæ á hina sömu að koma með útreikninga sem sýna hið gagnstæða. Þessa hluti ber að taka mjög alvarlega og ekki má með nokkrum hætti búa til kerfi sem lamar sjávarbyggðirnar.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is