Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. apríl. 2012 11:45

Pálmi Þór þjálfar Skallagrím áfram

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Skallagríms fór fram á mánudaginn. Þar var meðal annars kosið í nýja stjórn deildarinnar og var formaður kjörinn Björn Bjarki Þorsteinsson. Aðrir í stjórn eru Helga Halldórsdóttir, Daníel Ingi Haraldsson, Bjarni Waage, Kristín Valgarðsdóttir og Sveinbjörg Stefánsdóttir. Fráfarandi formaður er Pálmi Blængsson. Að sögn Björns Bjarka þá gekk starf deildarinnar vel á síðasta ári. Rekstur deildarinnar var réttu megin við núllið og góður árangur náðist í keppni. Þar ber af að meistaraflokkur karla náði að tryggja sér sæti í Úrvalsdeild á nýjan leik. Þá sé það ánægjuefni að iðkendum í yngri flokkum hafi fjölgað verulega og segir Bjarki að því sé meðal annars að þakka góðu utanumhaldi hjá Finni Jónssyni umsjónarmanni yngri flokka, þjálfurum og foreldra iðkenda. Ný stjórn hyggst halda áfram sömu vegferð. Framtíðin sé björt í körfunni í Borgarnesi.

Lloyd Harrison verður með á næsta ári

Á fundinum var tilkynnt að Pálmi Þór Sævarsson verður áfram þjálfari meistaraflokks karla. Pálmi hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár en nýr samningur hans verður til tveggja ára. Þá var tilkynnt að leikstjórnandinn knái Lloyd Harrison verður áfram í herbúðum Skallagríms. Lloyd var einn af burðarásunum í liði Skallagríms og segir Björn Bjarki það mikið fagnaðarefni að hafa hann áfram í Borgarnesi. Einnig hafa samningar verið endurnýjaðir við Andrés Kristjánsson og Davíð Guðmundsson en þeir félagar tóku miklum framförum á síðasta tímabili. Björn Bjarki segir að frekari tíðinda af leikmannamálum verði að vænta á næstunni. Viðræður standa yfir við nokkra leikmenn sem léku með liðinu á leiktíðinni og þá er einnig verið að ræða við nýja leikmenn. Að lokum sagði Bjarki að vilji nýrrar stjórnar sé að áfram verði meistaraflokkur kvenna í Borgarnesi. Allt muni þetta skýrast á næstu vikum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is