Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. apríl. 2012 11:01

Blóðbræðurnir lofa skemmtilegri sýningu í Bíóhöllinni

Næstkomandi laugardagskvöld, 28. apríl, verður frumsýnt í Bíóhöllinni á Akranesi leikritið Blóðbræður eftir breska leikskáldið Willy Russel. Þetta er í annað skipti sem þetta verk er sýnt á Akranesi. Í fyrra skiptið vorið 1992 þá í uppfærslu leikhóps Fjölbrautaskóla Vesturlands og sýnt við miklar vinsældir þar sem endað var á húsfylli eftir fjölda sýninga, slíkar voru vinsældirnar þá. Nú eru það Vinir hallarinnar sem standa að sýningunni ásamt fólki úr ýmsum áttum. Þar á meðal nemendum FVA, félögum úr Skagaleikflokknum auk sjálfboðaliða víða úr samfélaginu. Gunnar Sturla Hervarsson og Einar Viðarsson annast leikstjórnina og Flosi Einarsson tónlistarstjórn. Æfingar hafa staðið af krafti síðustu fimm vikurnar og helgar og frídagar hafa verið vel nýtt að undanförnu.

 

 

Blóðbræður eru í senn skemmtilegt og dramatískt verk og í sýningunni er mikil tónlist og söngur. Leikurinn endurspeglar talsvert stéttabaráttu í gamla heimsveldinu breska. Sagan segir frá konu með mikla ómegð sem lætur frá sér annan tvíburastrákinn sinn sem elst upp hjá yfirstéttinni. Tengslin milli bræðranna eru sterk og þrátt fyrir aðskilnaðinn ná þeir að hittast á nokkurra ára fresti.

 

Með hlutverk tvíburaranna, blóðbræðranna, fara Fjölnir Gíslason og Kristján Darri Jóhannsson. Fjölnir er lærður rafvirki og starfar hjá GT Tækni á Grundartanga, en stefnir á háskólanám næsta haust. Kristján Darri er að keppast við að ljúka námi af málabraut FVA og hefur mestan áhuga á leiklistarnámi í framhaldinu. “Ég er með leiklistarbakteríuna talvert í blóðinu,” segir Kristján.

 

Upplýsingar um sýningartíma á leikverkinu Blóðbræðrum í Bíóhöllinni má finna hér.

 

Lesa má spjall við Blóðbræður í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is