Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Rismál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. apríl. 2012 01:01

Opið fyrir umsóknir á strandveiðar sem hefjast í næstu viku

Verðmæti afla sem fékkst í strandveiðum hér við land í fyrrasumar nam um 2,5 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum Landssambands smábátaeigenda. Hátt í 700 bátar höfðu þá leyfi til strandveiða og voru brúttótekjur að meðaltali um 3,5 milljón á hvern bát. Heimilt er að stunda strandveiðar í fjóra daga í viku frá maí og fram í ágúst eða þar til aflahámarki er náð á hverju svæði á hverju tímabili. En strandveiðar eru langt í frá hafnar yfir gagnrýni. Útvegsmenn segja þær hvorki styrkja byggð né treysta atvinnu í sjávarbyggðum, heldur hafi jafnvel þveröfug áhrif. Fyrirtækin þurfi hráefni allt árið um kring og strandveiðar stuðli því ekki að öruggum eða arðbærum rekstri og skammtímasjónarmið ráði för. Gæði hráefnis hefur í einhverjum tilfellum verið ábótavant auk þess sem rangt sé að beina veiðinni á sumartímanum á grunnslóð þar sem smærri fiskur heldur sig.

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um strandveiðileyfi á vef Fiskistofu www.uggi.fiskistofa.is. Gjald fyrir veiðileyfið er 72 þúsund krónur og leyfið verður ekki virkt fyrr en gjaldið hefur verið greitt. Að auki þurfa útgerðir standveiðibáta að greiða 9,46 krónu veiðigjald á hvert þorskígildiskíló sem veitt er yfir sumarið, sem innheimt verður í haust. Eigandi bátsins verður að vera lögskráður á bátinn og ef báturinn er í eigu lögaðila en ekki einstaklings, þarf að skrá kennitölu þess af eigendum sem verður lögskráður í umsóknina. Þetta er gert til að sporna við því að menn eigi marga báta á strandveiðum.

 

Þrátt fyrir gagnrýni útvegsmanna er ljóst að strandveiðar verða stundaðar af kappi í sumar. Margir sem ekki stunda sjóinn að jafnaði róa til fiskjar. Meðfylgjandi mynd var tekin í Grundarfirði nýverið. Á henni eru hjónin Magnús Jónsson og Ella Björk Björnsdóttir að mála og gera Gust SH-11 kláran til veiða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is