Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. apríl. 2012 04:30

Sömu gömlu nöfnin verða á skólunum í Hvalfjarðarsveit

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar í gær var kynnt niðurstaða skoðanakönnunar sem nýlega fór fram meðal kosningabærra í sveitarfélaginu um nöfn á sameinaðan skóla og á grunnskóla- og leikskóladeild hans. Sveitarstjórn samþykkti einróma að niðurstaða skoðanakönnunarinnar væri afgerandi og marktæk. Nýr sameinaður skóli ætti að heita sama nafni og gamli skólinn hét, það er Heiðarskóli, grunnskóladeildin Heiðarskóli og leikskóladeildin Skýjaborg sem er einnig gamla nafnið á leikskólanum.

 

 

 

 

 

Sem kunnugt er fór fram samkeppni um nafn á nýju skólastofnuninni í lok síðasta árs. Fyrir valinu varð tillaga nemanda við skólann og ákveðið að nýi skólinn myndi heita Tindaskóli og var sveitarstjórn búinn að staðfesta það nafn. Í janúarmánuði var hinsvegar farið af stað með undirskriftalista um sveitina þar sem fjöldi kosningarbærs fólks óskaði eftir skoðanakönnun um nafn á skólunum. Við þeim óskum varð sveitarstjórn, en í upplýsingariti sem sent var út með könnuninni kom fram að gerð væri krafa um 50% þátttöku og að meira en 20% munur væri á vinsælustu nöfnunum til þess að könnunin teldist marktæk Sendir var út 471 seðill og af þeim bárust ellefu til baka frá Íslandspósti með bókun um að móttakandi hafi verið „óþekktur eða farinn.“ Þýði könnunarinnar er því 460 íbúar. Samkvæmt úrskurði kjörstjórnar voru gildir seðlar 229, sem telst vera 49,78% þátttaka, eða námundað í heila tölu 50%. Ennfremur bárust 12 svör of seint, um 2,5% útsendra seðla. Niðurstaðan var sú að 130 af 229 vilja að skólinn nefnist Heiðarskóli og telst það marktækur munur að mati kjörstjórnar og sveitarstjórnar. 199 af 229 vilja nafnið Heiðarskóli á grunnskóladeildina og telst það einnig marktækur munur sem og að 208 af 229 völdu nafnið Skýjaborg á leikskóladeildina.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is