Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. apríl. 2012 08:01

Blakkonur í Grundarfirði verðlaunaðar sem vinnuþjarkar HSH

Á Héraðsþingi HSH á dögunum var ákveðið að verðlauna grundfirskar blakkonur fyrir dugnað sinn við uppbygginu blaks í Grundarfirði. Þar sem engin úr kvennablakinu gat komist á HSH þingið vegna undirbúnings fyrir Öldungamótið á Siglufirði, var brugðið á það ráð að stoppa þær af á leið sinni út úr bænum þegar þær voru að leggja af stað á áðurnefnt Öldungamót síðasta föstudag. Garðar Svansson framkvæmdastjóri HSH fór ásamt ljósmyndara Skessuhorns og sat fyrir þeim á útsýnispallinum við bæinn Hamra rétt fyrir utan Grundarfjörð. Það voru því nokkur uppglennt augu sem stigu út úr bílunum þegar búið var að stöðva þær, enda bjuggust þær ekki við þessari viðurkenningu. Anna María Reynisdóttir fyrirliði og formaður blakráðsins tók við bikarnum og stillti liðinu svo upp fyrir myndatöku áður en haldið var af stað aftur enda ófáir kílómetrarnir sem átti eftir að fara.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is