Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Rismál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. apríl. 2012 03:41

Skipað í fagráð eineltismála í grunnskólum

Það er staðreynd að einelti er víða stórt vandamál í skólum og jafnvel á vinnustöðum einnig. Oft hvílir leyndarhjúpur yfir opinskárri umræðu um einelti sem stundum gengur seint og illa að vinna gegn, hvort sem um er að ræða skóla eða aðra vinnustaði. Einelti er því böl sem ber að útrýma með tiltækum ráðum. Nú hefur Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest verklagsreglur um starfsemi fagráðs eineltismála auk þess að hafa skipað þriggja manna fagráð til eins árs.  Í fagráðinu eru Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir náms- og starfsráðgjafi, Páll Ólafsson félagsráðgjafi og Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur. Þá starfar Árni Guðmundsson með fagráðinu sem fjalla á um aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum. Í reglugerð um ábyrgð og skyldur skólasamfélagsins, segir m.a.: „Foreldrar eða skólar geta óskað eftir aðstoð sérstaks fagráðs sem starfar á ábyrgð mennta- og menningarmálaráðuneytis ef ekki tekst að finna viðunandi lausn innan skóla eða sveitarfélags, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og aðkomu sérfræðiþjónustu.“

 

 

 

Fagráðið hefur einkum tvíþætt hlutverk varðandi mál sem því berast. Í fyrsta lagi að leita að viðunandi niðurstöðu í málum með sáttum sé þess nokkur kostur og í öðru lagi að úrskurða á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga er fagráðinu hefur borist í tilteknum málum. Ef fagráðið telur að ekki liggi fyrir nægilega greinargóðar upplýsingar skal ráðið leitast við að afla þeirra, annaðhvort með formlegum hætti eða með viðtölum við málsaðila. Úrskurðir fagráðsins eru ráðgefandi.

 

„Miklar væntingar eru bundnar við starfsemi fagráðs í eineltismálum í grunnskólum sem muni nýtast til að finna úrlausn á erfiðum eineltismálum í grunnskólum sem ekki hefur tekist að leysa í nærsamfélaginu. Með samhentum kröftum allra aðila skólasamfélagsins, þ.e. starfsfólks skóla, nemenda foreldra auk sérfræðiþjónustu sveitarfélaga, annarra stuðningsaðgerða og nú tilkomu sérstaks fagráðs, ættu að skapast enn betri skilyrði til að útrýma einelti úr samfélaginu. Einelti er ofbeldi og á ekki að fá að þrífast í skólum eða annars staðar í samfélaginu,“ segir í tilkynningu frá fagráði eineltismála.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is