Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2012 06:40

Dagur harmonikkunnar í Tónbergi næsta laugardag

Einu sinni á ári halda harmonikkuunnendur „Dag harmonikkunnar“ til að minna á þetta margslungna og skemmtilega hljóðfæri. Dagurinn verður haldinn hátíðlegur á Akranesi með tónleikum og kaffiveitingum í Tónbergi laugardaginn 5. maí kl. 14.

Fyrst á svið verða nemendur frá Tónlistarskólanum á Akranesi undi stjórn Rutar Berg Guðmundsdóttur. Á eftir þeim spilar svo Harmonikkukvintettinn í Reykjavík; Álfheiður Gló Einarsdóttir, Flemming Viðar Valmundsson, Halldór Pétur Davíðsson, Haukur Hlíðberg og Jónas Ásgeir Ásgeirsson. Þau eru undir handleiðslu Guðmundar Samúelssonar og hafa vakið mikla athygli fyrir fágaðan leik og framkomu.

 

 

 

 

Eftir kaffihlé leika nokkrir meðlimir úr Félagi harmonikkuunnenda á Vesturlandi nokkur lög. Hátíðinni lýkur með því að Hljómsveitin Belleville leikur nokkur frönsk sönglög en hana skipa Eyjólfur Már Sigurðsson gítar, Olivier Mochetta bassi, Rut Berg Guðmundsdóttir harmonikka og Ásta Ingibjartsdóttir sem syngur. Hljómsveitin sérhæfir sig í svokallaðri "musette" tónlist sem leikin var á harmonikkuböllum í Frakklandi á fyrri hluta 20. aldar.

 

Það verður því líf og fjör í Tónbergi laugardaginn 5. maí kl. 14. Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög til verkefnisins eru vel þegin.

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is