Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2012 08:42

Fulltrúar 34 sveitarfélaga óttast breytingar á stjórn fiskveiða

Frá 34 sveitarfélögum á landsbyggðinni hefur borist yfirlýsing sem alls 133 fulltrúar þeirra skrifa undir. Þar er varað við fyrirhuguðum breytinga á stjórn fiskveiða. „Við undirrituð vörum Alþingi sterklega við því að samþykkja fyrirliggjandi frumvörp ríkisstjórnarinnar til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld,” segir þar meðal annars. Í ályktuninni segir að greinargerð óháðra sérfræðinga, sem fylgir frumvörpunum og sem unnin var að beiðni sjávarútvegs- og landsbúnaðarráðuneytisins, ætti að hvetja löggjafann til að staldra við og ígrunda gaumgæfilega áhrif lagasetningarinnar á rekstur og afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og á sjávarbyggðir landsins.

Sérfræðingarnir telja í álitsgjöf sinni að búast megi við „umhleypingum á næstu árum meðan útgerðin lagar sig að breyttum aðstæðum,“ og segja að áformuð lagasetning muni verða „mjög íþyngjandi fyrir rekstur sjávarútvegsfyrirtækja.“ Enn fremur segir að hækkun veiðigjalds muni án efa „kippa stoðum undan skuldsettari útgerðarfyrirtækjum. Þá benda sérfræðingarnir á að byggðaaðgerðir frumvarpsins séu „ólíklegar til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að“, enda skorti enn þann „langtímastöðugleika sem getur skapað grundvöll fyrir uppbyggingu atvinnulífs í sjávarbyggðum.“

 

Sveitarstjórnarfólkið telur í ályktuninni að þessi varnaðarorð, sem fylgja frumvörpunum, séu meira en næg ástæða fyrir alþingismenn til að leggja málin til hliðar frekar en að stuðla að því að lögfesta þau og stuðla þannig að „umhleypingum“ með alvarlegum afleiðingum fyrir fólk og fyrirtæki í sjávarbyggðum landsins, m.a. mögulegri lækkun launa sjómanna og fiskverkafólks, lækkunar útsvarstekna sveitarfélaga, minni fjárfestingagetu sjávarútvegsfyrirtækja á landsbyggðinni og þar með enn minni atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni en nú er. Við slíkt verði ekki unað.

 

Eins og fyrr segir skrifuðu fulltrúar 34 sveitarfélaga undir ályktunina, þar af frá Snæfellsbæ, Stykkishólmi, Grundarfjarðarbæ, Borgarbyggð og Akraneskaupstað. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is