Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2012 10:01

Hæsta hlutfall nemenda á Vesturlandi í framhaldsskóla

Nýverið gaf Hagstofan út tölur um skólasókn 16 ára ungmenna í framhaldsskóla á landinu. Tölurnar miðast við innritun í skólanna sl. haust. Samkvæmt samantekt Hagstofunnar kemur fram að á Vesturlandi hófu um 97% 16 ára ungmenna nám á framhaldsskólastigi á liðnu hausti. Hlutfallið er það hæsta á landinu en það lægsta mun vera á Norðurlandi vestra eða tæp 90%. Í Reykjavík er hlutfallið 94,6%. Meðalhlutfallið á landinu öllu er rúmlega 95%.

Nálægð við skóla virkar hvetjandi

Hvað ætli valdi þessu háa hlutfalli hljóta margir að spyrja? Einhverjir myndu skjóta á svör á borð við gæði náms, aðgengi að skólum, staðsetningu þeirra og fjölda, námsframboð, sterkra félagslegra hvatningu á Vesturlandi eða jafnvel öflugt félagslífs í skólunum. Árið 2006 kom út hagvísir hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) um framhaldsskólasókn grunnskólabarna í umdæminu. Hagvísinn vann Vífill Karlsson hagfræðingur hjá SSV. Niðurstöður könnunarinnar gáfu til kynna að fjöldi íbúa sem hefja framhaldsskólanám á Vesturlandi strax að loknum grunnskóla er áberandi meiri hjá þeim sem eru búsettir nærri framhaldsskólanum. Þetta kom m.a. fram í samanburði á meðaltölum hlutfallslegs fjölda 16 ára ungmenna á Snæfellsnesi, en Vífill bar þar saman tímabilin 1996-2003 og 2004-2005. Tilefnið var einmitt að kanna áhrif Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði á skólasókn á svæðinu. Skólinn tók til starfa haustið 2004.

 

Aukin menntun eykur líkur á atvinnu

Í samtali við Skessuhorn sagði Vífill að nálægð og aðgengi að framhaldsskóla skili sér tvímælalaust í aukinni skólasókn. „Tilvist skóla í nærsamfélaginu stuðlar klárlega að því að aukinn fjöldi nemenda heldur áfram að feta menntaveginn þegar skyldunámi lýkur. Í tilviki Vesturlands, þá tel ég einnig að tilvera tveggja háskóla á svæðinu virki hvetjandi fyrir íbúana. Umræða um skólamál og menntun er af þessum sökum meiri en ella í samfélaginu,“ segir Vífill. Hann segir jafnframt að mestu máli skiptir fyrir einstaklinga að þeir ljúki framhaldsskóla. Það auki líkurnar á atvinnu í framtíðinni. Nálægð framhaldsskóla við heimili nemenda dregur úr brottfalli nemenda. „Á síðustu árum hefur hlutfall þeirra sem ekki hafa lokið framhaldsskólamenntun á vinnumarkaði minnkað nokkuð en hlutfallið á Íslandi var með því hæsta í Evrópu fyrir nokkrum árum síðan. Halda þarf áfram á þessari braut en með aukinni menntun aukast vissulega líkurnar nýsköpun og þar með betur launuðum atvinnutækifærum fyrir einstaklinga. Nálægð menntastofnana, bæði landfræðilega og í umræðu hvetur fólk áfram,“ sagði Vífill að lokum.

 

Finna má hagvísi Vífils um framhaldsskólasókn á Vesturlandi frá árinu 2006 hér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is