Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2012 12:01

Tíminn á símstöðinni er ógleymanlegur

Guðrún María Harðardóttir, eða Gunna Mæja eins og hún er gjarnan kölluð, er borinn og barnfæddur Borgnesingur. Hún er fædd 1946 og er dóttir hjónanna Harðar Ólafssonar og Þórdísar Ásmundsdóttur kennda við húsið Dal í Borgarnesi. Flestir kannast eflaust við Gunnu Mæju frá pósthúsinu í Borgarnesi, þar sem hún hefur unnið í næstum hálfa öld við póst- og fjarskiptaþjónustu, lengstum hjá Pósti og Síma en síðustu árin hjá Íslandspósti. Í maílok mun Gunna Mæja láta af störfum sökum starfsaldurs hjá Íslandspósti en frá árinu 1996 hefur hún gegnt starfi stöðvarstjóra á pósthúsinu í Borgarnesi. Farsælum starfsferli lýkur þar með á vettvangi sem einkennst hefur af tröllvöxnum umbreytingum á undanförnum áratugum.

Eiginmaður Gunnu Mæju er Sigmundur Halldórsson, kallaður Simbi, en þau festu ráð sitt í nóvember 1965 og er gullbrúðkaup því á næsta leiti. Börn þeirra eru fjögur, barnabörnin eins og sakir standa 10, en verða 11 innan skamms og þá eru barnabarnabörnin orðin þrjú. Blaðamaður Skessuhorns sótti Gunnu Mæju heim í síðustu viku á heimili hennar og Simba í Bjargslandi í efri hluta Borgarness og ræddi við hana um starfsferilinn, uppvaxtarárin í Borgarnesi og áhugamálin.

 


Lesa má viðtal við Guðrúnu Maríu Harðardóttur stöðvarstjóra Íslandspósts í Borgarnesi í Skessuhorni sem kom út í dag.
 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is