Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. maí. 2012 09:41

Beðið með flutning Landbúnaðarsafns í Halldórsfjós

Að sögn Bjarna Guðmundssonar, verkefnisstjóra Landbúnaðarsafns Íslands, þá mun safnið ekki flytja í nýtt húsnæði í gamla Halldórsfjósi á Hvanneyri á þessu ári. Skessuhorn hafði í janúar greint frá fyrirhuguðum flutningi safnsins en þá horfðu aðstandendur þess til að flutt yrði í sumar. Bjarni segir að minna hafi verið um framkvæmdir í Halldórsfjósi undanfarið en til hafi staðið og því sé helst til að kenna fjárskorti. Stefna stjórnar Landbúnaðarsafns er að framkvæma í nýju húsnæði einungis þegar peningar eru til, en ekki með lántökum. Engu að síður kvaðst Bjarni vonast til að eitthvað yrði framkvæmt á næstu mánuðum þannig að safnið gæti mögulega opnað í Halldórsfjósi eigi síðar en vorið 2013.

 

 

 

Inntur eftir gestagangi í Landbúnaðarsafni að undanförnu sagði Bjarni að ágætis aðsókn hafi verið að undanförnu. Töluvert hefur verið um hópa sem heimsækja safnið og þá oftast um helgar. Ekki sé fastur opnunartími á safninu nú um stundir en ávallt er hægt að bóka heimsóknir þangað hjá Bjarna. 1. júní mun svo sumaropnun hefjast en þá verður safnið opið frá klukkan 13-17 samhliða opnun Ullarselsins. Safnið er í gamla Verkfærahúsinu á Hvanneyri. Lesa má nánar um starfsemi Landbúnaðarsafns Íslands á síuppfærðri heimasíðu þess, www.landbunadarsafn.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is