Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. maí. 2012 10:01

Fjölmargir sóttu um leyfi til strandveiða

Að morgni gærdagsins, sem jafnframt var fyrsti dagur strandveiða, hafði Fiskistofa gefið út 464 strandveiðileyfi. Langflest leyfanna hafa verið gefin út á A svæði, sem nær yfir Snæfellsnes og stærstan hluta Vestfjarða, frá og með Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps. 215 strandveiðileyfi höfðu verið veitt á A svæði, 64 á svæði B, 70 á svæði C og 115 á svæði D, en það er svæðið Hornafjörður, vestur um til og með Borgarbyggð. Fram kemur á vef Fiskistofu að áfram sé tekið á móti umsóknum þrátt fyrir að standveiðarnar séu byrjaðar. Nú er t.d. grásleppuveiði enn í gangi og gera má ráð fyrir því að stór hluti grásleppuveiðimanna muni fara á strandveiðar eftir að grásleppuveiði þeirra lýkur. Þetta sumarið er heildaraflamark strandveiða 8.600 tonn sem er talsverð aukning frá síðasta ári. A svæði var úthlutað 2.860 tonnum yfir sumarið sem skiptist niður á mánuði. 715 tonn í maí, 858 tonn í júní, 858 tonn í júlí og 429 tonn í ágúst. Á D svæði er heildar kvótinn í sumar 1500 tonn, þar af 600 tonn nú í maí.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is