Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. maí. 2012 11:52

Mun betri afkoma Snæfellsbæjar en áætlað var

Ársreikningur Snæfellsbæjar fyrir síðasta ár var tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn sl. miðvikudag. Samkvæmt honum er rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins jákvæð um 216 milljónir króna en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 124 milljóna afgangi. Rekstrarafgangur er því töluvert meiri en áætlun gerði ráð fyrir, eða sem nemur 92 milljónum króna. Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir þrjár ástæður fyrir betri útkomu en ráð var fyrir gert. Í fyrsta lagi auknum skatttekjum, í öðru lagi samningum vegna vatnsverksmiðju og í þriðja lagi tekjum af yfirtöku á málefnum fatlaðra sem ekki var gert ráð fyrir í tekjuáætlun sveitarfélagsins.

 

 

 

Rekstrartekjur Snæfellsbæjar á síðasta ári námu um 1.850 milljónum samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A- og B-hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 1.596 millj. króna. Á A-hluta var rekstrarafgangur að fjárhæð 174 millj. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 128 millj. króna afkomu. Afkoman varð því betri sem nemur 46 millj. króna. Ástæða þessa er að mestu leyti hærri skatttekjur en áætlun ársins 2011 gerði ráð fyrir, enda þótti rétt að hafa allar tekjuáætlanir varfærnar, segir í bókun frá bæjarstjórnarfundinum.

Veltufé frá rekstri var 395 millj. króna og veltufjárhlutfall er 1,38. Handbært frá rekstri var 401 milljón. Heildareignir bæjarsjóðs námu 2.870 millj. króna og heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi um 3.679 millj. króna í árslok 2011. Heildarskuldir bæjarsjóðs námu 1.352 millj. króna og í samanteknum ársreikningi um 1.776 millj. króna, og lækkuðu þar með milli ára um 40 milljónir. Fjárfestingarhreyfingar voru 273 milljónir og fjármögnunarhreyfingar 111 milljónir. Snæfellsbær fjárfesti á árinu fyrir 232 milljónir í varanlegum rekstrarfjármunum og engin ný lán voru tekin en greidd niður lán að fjárhæð 193 milljónir. Eiginfjárhlutfall árið 2011 er 51,74%, en var árið 2010 49,9%. Hlutfall skulda og skuldbindinga A- og B-hluta er 104,55% af reglulegum tekjum, en var 116,45% árið 2010.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is