Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. maí. 2012 08:55

Síðustu sjúklingarnir kveðja E deildina nú um helgina

Nú um helgina fara síðustu sjúklingarnir af öldrunardeild Sjúkrahússins á Akranesi en eins og fram kom í fréttum í vetur var ákveðið að loka deildinni í sparnaðarskyni. Þegar flest var voru 18 sjúklingar á E deildinni en þeim hefur á liðnum vikum fækkað verulega. Þrír síðustu sjúklingarnir verða nú um helgina fluttir á lyflækningadeildina á Akranesi og lýkur þar með starfsemi E deildarinnar. Að sögn Guðjóns Brjánssonar forstjóra HVE hefur sjúklingum af deildinni á undanförnum mánuðum verið búin önnur vistunarúrræði á starfssvæði HVE, svo sem á hjúkrunarheimilum á Akranesi og víðar á Vesturlandi. „Síðustu þrír sjúklingarnir flytjast nú yfir á lyflækningadeildina hér á HVE. Einn þeirra bíður eftir hjúkrunarrými og verið er að leita eftir atvikum að varanlegum vistunarúrræðum fyrir tvo,“ segir Guðjón.

 

 

 

 

Eins og gefur að skilja var töluverð óánægja með lokun deildarinnar einkum í röðum aðstandenda sjúklinga sem þar hafa dvalið, sumir svo árum og jafnvel áratugum skiptir. Óvissa um viðeigandi vistunarúrræði hefur verið erfiðust að sögn þeirra aðstandenda sem Skessuhorn hefur rætt við, enda ekki sjálfgefið að yfirleitt sé í boði viðunandi aðstaða fyrir mikið veikt fólk á öðrum stöðum en sérhæfðri öldrunardeild eins og um ræðir. Guðjón Brjánsson ítrekaði í samtali við blaðamann að reynt væri að finna bestu mögulegu vistunarúrræði í hverju tilfelli fyrir sig, en viðurkenndi að um erfiða aðgerð væri að ræða fyrir marga, jafnt starfsmenn, sjúklinga sem og aðstandendur þeirra.

 

Eins og við var að búast hafði lokun deildarinnar veruleg áhrif á þá tæplega 30 starfsmenn sem á deildinni störfuðu. Guðjón segir að því miður hafi orðið að segja mörgum þeirra upp. „Nokkrir starfsmenn eru hættir, sumir ljúka störfum nú um helgina og enn aðrir vinna fram á haustið. Níu þeirra fá svo vinnu á öðrum deildum stofnunarinnar,“ segir Guðjón.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is