Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. maí. 2012 12:01

Búið að stofna samtök meðlagsgreiðenda

Í gær voru formlega stofnuð Samtök meðlagsgreiðenda. Þar var saman kominn hópur fólks sem lætur sér réttindi meðlagsgreiðenda varða og vill knýja fram réttarbætur til handa þeim.  Gunnar Kristinn Þórðarson var kosinn formaður stjórnar samtakanna og Jón Hannes Stefánsson varaformaður. Meðstjórnendur eru Arnar Þór Einarsson, Gunnar Ásgeirsson og Svandís Edda Halldórsdóttir.  „Meðlagsgreiðendur á Íslandi sem jafnframt eru umgengnisforeldrar eru um 12.000 talsins, bæði konur og karlar. Þessi hljóði hópur hefur aldrei fyrr átt sér málsvara. Því er sérlega ánægjulegt að sjá þann áhuga og stuðning sem er á stofnun samtakanna,“ segir í tilkynningu.

 

 

 

 

Markmið samtakanna er að standa vörð um réttindi meðlagsgreiðenda og knýja fram réttarbætur til handa þeim, m.a. með bættri aðkomu þeirra að bótakerfinu. Eins og sakir standa fá meðlagsgreiðendur t.d. engar barnabætur og er aðkoma meðlagsgreiðenda að vaxta- og húsaleigubótakerfinu nánast engin þar sem greiðendur meðlaga hafa sömu stöðu og barnslausir einstaklingar, sem ýmist eru einstæðir eða komnir í sambúð. Bætur til handa þeim skerðast því eins og um barnslausa einstaklinga sé að ræða. Einnig tekur núverandi kerfi meðlagsgreiðslna ekki tillit til þess hvernig umgengni barna er háttað sem oft á tíðum deilist jafnt milli foreldra með t.d. viku og viku fyrirkomulagi.

 

„Meðal samþykkta félagsins sem samþykktar voru á stofnfundi eru að fundin verði út opinber lágmarks neysluviðmið fyrir meðlagsgreiðendur. Innheimtustofnun sveitafélaga, Umboðsmaður skuldara auk annarra opinberra stofnanna styðjist við opinber lágmarks neysluviðmið meðlagsgreiðenda við innheimtu krafna. Fyrirgreiðslur Lánastofnunar íslenskra námsmanna taki tillit til lágmarks neysluviðmiða meðlagsgreiðenda auk meðlagsgreiðslna. Meðlagskröfur skerði ekki atvinnuleysisbætur eða lágmarks lífeyri. Jafnrétti náist í samfélaginu almennt og á öllum sviðum samfélagsins. Samtökin styðja launajafnrétti og jafna aðkomu kvenna og karla á vinnumarkaði. Samtökin leggja áherslu á að hið opinbera styðji þétt við bakið á lögheimilisforeldrum og að velferð þeirra sé tryggð. Samtökin leggja áherslu á að veita meðlagsgreiðendum lagalega ráðgjöf, og annan stuðning eftir því sem efni félagsins leyfa.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is