Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. maí. 2012 02:24

Nýr valkostur á íslenskum byggingavörumarkaði með opnun Bauhaus

Starfsfólk svissnesku byggingavörukeðjunnar Bauhaus opnaði formlega verslun sína við Vesturlandsveg í morgun. Örtröð myndaðist við verslunina löngu fyrir klukkan 7 enda mörg freistandi tilboð í gangi fyrstu dagana. Talið var að yfir sex þúsund manns hafi verið mættir á svæðið skömmu eftir sólarupprás. Verslun Bauhaus á Íslandi er þrátt fyrir fámennið hér á landi ein stærsta byggingavöruverslun í Evrópu, 22 þúsund fermetrar undir einu þaki, með 120 þúsund vörutegundir og yfir 100 starfsmenn. Upphaflega stóð til að opna verslunina árið 2008 en því var frestað vegna bankahrunsins. Nú telja forsvarsmenn fyrirtækisins að byrjað sé að glaðna til í efnahaldslífi landsmanna, nægjanlega mikið til að grundvöllur verði fyrir rekstrinum, eins og framkvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi, Halldór Ó. Sigurðsson sagði í gær þegar verslunin var kynnt fyrir starfsfólki fjölmiðla. Halldór var um tíma framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum en hætti því starfi þegar til stóð að opna Bauhaus árið 2008.

 

 

 

Halldór sagði í samtali við Skessuhorn að úrval og verð í hinni nýju verslun eigi eftir að koma viðskiptavinum skemmtilega á óvart, því annað eins hafi ekki sést hérlendis áður. Eftir göngu blaðamanns um verslunina er vart hægt annað en taka undir orð framkvæmdastjórans. Greinilegt er að Bauhaus mun færa nýja og ferska strauma inn í byggingavöruverslun hér á landi og veita þeim fyrirtækjum sem fyrir eru á markaðinum öfluga samkeppni. Fyrir þá sem hyggjast skoða nýju verslunina er rétt að benda á að gefa sér góðan tíma til slíkrar heimsóknar í fyrstu því stærð hennar er slík, eða á þriðja hektara eins og fyrr segir.

 

Í verslun Bauhaus eru vörur af öllu tagi fyrir hús, heimili og garða. Starfsmenn hafa unnið við það síðan 20. febrúar sl. að taka upp vörur og stilla upp tækjum, tólum, efni og vörum fyrir stór og lítil verkefni, innandyra sem utan, fyrir fagmenn sem og sjálfbjarga áhugafólk um endurbætur og fegrun húsa. Verslanir Bauhaus eru að jafnaði stórar erlendis. Athygli vekur að verslunin hér á landi er í hópi stærstu verslana keðjunnar í Evrópu, sem alls eru 220 í 18 löndum, að sögn Mats Jörgensen forstjóra Bauhaus á Norðurlöndum sem viðstaddur var opnunina um liðna helgi. Hann sagði að Bauhaus keðjan legði áherslu á gæði vöru, mikið úrval en jafnframt samkeppnishæft verð. Því væri boðið upp á svokallaða verðvernd. Jörgensen sagði að um 20% vörunnar væri framleidd í Skandinavíu, um 20% yrði íslensk framleiðsla en restin annars staðar frá Evrópu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is