Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2012 06:25

Áhugaljósmyndarar ætla að mynda húsin á Akranesi

Um næstu helgi munu félagar í áhugaljósmyndaklúbbnum Vitanum á Akranesi byrja vinnu við ljósmyndun húsa á Akranesi. Íbúar ættu því ekki að kippa sér upp við að sjá fólk með myndavélar á ferð við húsin sín. Farið er í þetta verkefni í tilefni 70 ára afmælis Akraneskaupstaðar á þessu ári. Mun myndatakan standa eitthvað fram eftir sumri. „Það er ósk okkar að bæjarbúar taki vel í þetta enda um sögulega heimildaöflun að ræða. Ætlun okkar er að til verði heimildaskrá í ljósmyndum um öll húsin í bænum, ómetanlegt þegar fram líða stundir,“ segir í tilkynningu frá Vitanum.

 

 

 

 

„Vitinn er áhugaljósmyndaklúbbur á Akranesi þar sem félagsmenn geta miðlað reynslu sín á milli, svo sem um stillingar myndavéla, myndatökur, eftirvinnslu mynda og fleira. Þá er stefnt að því að félagar fari saman í ferðir til ljósmyndunar. Slóð á heimasíðu félagsins er www.vitinn.net Þar er hægt að skoða hvað er að gerast hjá félaginu og skrá sig í það. Fundir eru haldnir klukkan 20.00 þriðja þriðjudag í mánuði og fara fram í Garðakaffi. Öllum er velkomið að mæta og fylgjast með hvað er í gangi. Aðalfundur Vitans verður haldinn 15. maí klukkan 20 í Garðakaffi og eru nýir félagar velkomnir.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is