Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2012 09:51

Nýliðarnir á toppnum eftir leiki helgarinnar

Akurnesingar gerðu góða ferð í Kópavoginn í gærkveldi þegar þeir lögðu Breiðabliksmenn í fyrsta leik sínum í Pepsí deildinni, 1:0. Það eru nýliðarnir í deildinni frá síðasta ári, ÍA og Selfoss, sem eru á toppnum nú þegar einum leik er ólokið í fyrstu umferð, en Selfyssingar unnu óvæntan sigur á Eyjamönnum á Selfossi. Liðin deildu stigum í hinum leikjum umferðarinnar. Mikill spenningur var fyrir leiknum á Kópavogsvelli á sunnudagskvöldið en tæplega 2.400 manns mættu á völlinn sem var mesta aðsókn í fyrstu umferðinni. Áhorfendur fengu þó lítið fyrir peninginn til að byrja með því fyrri hálfleikur var afburðadaufur og nánast ekkert afgerandi færi leit dagsins ljós. Skagamenn áttu fáar sóknir í fyrri hálfleiknum, virkuðu hálfstressaðir á boltanum, voru meira í því að verjast en gerðu það ágætlega.

 

 

 

 

Eitthvað hefur verið messað í búningsklefanum í hálfleik því Skagamenn blésu strax til sóknar í byrjun seinni hálfleiks og áttu nokkrar góðar sóknir áður en sigurmarkið kom á 68. mínútu. Gary Martin lék þá laglega á varnarmann Breiðabliks út til hægri og gaf góða sendingu á Jón Vilhelm Ákason, sem þá var nýlega kominn inná fyrir Garðar Gunnlaugsson. Jón Vilhelm var öryggið uppmálað þegar hann sendi boltann í netið af stuttu færi en úr eilítið þröngri stöðu. Skagamenn voru eftir þetta líklegri til að bæta við marki en Blikarnir að jafna og til að mynda fékk Óli Valur Valdimarsson dauðafæri undir lokin. Rétt áður hafði Gary Martin hlaupið af sér varnarmenn Blika og markvörður þeirra mátti hafa sig allan við að verja skotið.

Vörn Skagamenna stóð vel fyrir sínu í leiknum og einkum voru miðverðirnir Ármann Smári Björnsson og Kári Ársælsson traustir. Miðjumennirnir börðust vel og Jóhannes Karl virðist smella ágætlega inn í liðið í sínum fyrsta leik. Í framlínunni var Gary Martin allt í öllu, en Garðar Gunnlaugsson náði sér engan veginn á strik. Spenningurinn heldur áfram næstkomandi fimmtudagskvöld þegar Íslandsmeistarar KR og uppáhaldsandstæðingar ÍA fólks koma í heimsókn á Skagann.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is