Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2012 11:27

Mikil gæði neysluvatns á Akranesi og magn aukaefna lítið

Á miðvikudaginn í liðinni viku var haldinn upplýsinga- og umræðufundur á bæjarskrifstofum Akraneskaupstaðar um eftirlit með gæðum neysluvatns á Akranesi. Bæjarstjórinn á Akranesi boðaði til fundarins og mættu á fundinn fulltrúar frá OR, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Umhverfisstofnun, Hvalfjarðarsveit, Faxaflóahöfnum sf., Umhverfisvaktinni í Hvalfirði, auk fulltrúa úr bæjarstjórn, umhverfisnefnd og embættismönnum Akraneskaupstaðar. Á fundinum gerðu fulltrúar OR, Heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar grein fyrir hvernig sýnatökum, greiningum og eftirliti með gæðum neysluvatns á Akranesi hefur verið og er háttað. „Í máli þeirra kom fram að ítarlegar mælingar og athuganir sem gerðar eru samkvæmt viðurkenndum aðferðum og gæðakerfum sýna að gæði neysluvatnsins eru mikil og magn aukaefna í því lítið og langt undir leyfðum mörkum og þá bendir ekkert til að þau fari vaxandi,“ segir í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar um fundinn.

 

 

 

Í vetur birtist aðsend grein í Skessuhorni þar sem Ragnheiður Þorgrímsdóttir á Kúludalsá benti á að auka þyrfti eftirlit með neysluvatni úr Akrafjalli m.a. í hlákutíð þegar yfirborðsvatn eykst í Berjadalsá. Í fundargerð frá fyrrgreindum fundi 2. maí sl. segir; „að í máli fundarmanna hafi komið fram að engin rökleg ástæða sé til að ætla að aukaefni verði meiri í neysluvatninu í hláku og raunar megi færa rök fyrir því gagnstæða því að þegar snjóa leysir í Akrafjalli berist vatnið víðar að. Bæjarstjórinn á Akranesi upplýsti að þrátt fyrir þetta hefðu bæjaryfirvöld á Akranesi ákveðið að láta taka sýni úr neysluvatninu í hlákutíð og láta greina það til að sannreyna þetta mat vísindamanna og eftirlitsstofnana og eyða þar með öllum vafa um þetta atriði,“ segir í fundargerðinni.

 

Í lok fundarins 2. maí sl. þakkaði Árni Múli Jónasson bæjarstjóri öllum þátttakendum á fundinum fyrir greinargóðar upplýsingar og gagnlegar umræður. „Hann sagði mjög gott að heyra hversu gott neysluvatn Akurnesinga væri og traustvekjandi að heyra og sjá hversu vel væri staðið að eftirliti með gæðum þess. Bæjarstjóri lagði áherslu á mikilvægi þess að eftirlitsaðilar héldu vöku sinni sem og bæjaryfirvöld á Akranesi. Hann sagði að opinská umræðu um þessi mál, byggð á traustum upplýsingum, væri góð og nauðsynleg en einnig væri afar mikilvægt að ekki væri vakinn ótti og efasemdir hjá fólki og fyrirtækjum að ástæðulausu því að með því væri vegið að mjög miklum hagsmunum íbúa og atvinnulífs á Akranesi.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is