Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2012 09:01

Borgarbyggð hyggur á tómstundaferðir úr dreifbýli

Á næstu dögum mun Borgarbyggð auglýsa útboð vegna skólaaksturs næsta skólaárs í sveitarfélaginu. Málið hefur verið til umræðu í byggðarráði síðan í byrjun mars. Að sögn Páls Brynjarssonar sveitarstjóra þá er þessa dagana verið að leggja lokahönd á útboðsgögn. Hann býst við því að ákvörðun um úthlutun muni liggja fyrir í sumar. Auk hefðbundins skólaaksturs, þá hyggjast stjórnendur sveitarfélagsins nú bjóða út sérstakar ferðir vegna tómstunda úr dreifbýli í Borgarnes. Þessar ferðir munu verða farnar frá Varmalandi og Kleppjárnsreykjum eftir skólatíma. Þannig geta börn á þessum stöðum átt auðveldara með að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem fram fer í Borgarnesi. Páll segir að í þessu samhengi sé verið að horfa til væntanlegrar nýrrar ferðaáætlunar í almenningssamgöngum í Borgarfirði, sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa falið Strætó bs. að skipuleggja. Þau börn sem myndu nýta sér tómstundaferðir í Borgarnes eftir skóla gætu nýtt sér þann kost til heimferða að Borgarnesför lokinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is