Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2012 12:40

Nóg um að vera í Einkunnum í sumar

Á fimmtudaginn fór fram fundur hjá umsjónarnefnd fólkvangsins Einkunna í Borgarbyggð. Fólksvangurinn liggur skammt norðan við Borgarnes, spölkorn frá hesthúsahverfi Borgnesinga á Vindási. Nefndin hefur á prjónunum fjölmörg verkefni sem stefnt verður að setja í framkvæmd í Einkunnum í vor og sumar. Meðal verkefna er lagning flotbryggju á votlendisstíg, bygging salernisaðstöðu, fjölgun bekkja og borða, lagfæring á bryggju við Álatjörn og bygging nýrrar göngubrúar í stað eldri, sem verður rifin. Þá er fyrirhugað að stika gönguleið milli Einkunna og Borgar á Mýrum og ljúka við sérstakt ratleikskort í fólksvanginum.

 

 

Einnig kom fram á fundi Einkunnanefndar að nokkrir viðburðir verða á döfinni í sumar og haust. Á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, verður þar haldið upp á Dag villtra blóma, miðvikudaginn 22. ágúst mun Sveppatínsla fara fram og loks verður haldið Haustlitagöngu 22. september. Viðburðir þessir verða auglýstir síðar. Formaður umsjónarnefndar Einkunna er Hilmar Már Arason en aðrir nefndarmenn eru Sigríður Bjarnadóttir og Steinunn Pálsdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is