Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. maí. 2012 08:01

Tíunda bifhjólasýning Raftanna verður á laugardaginn

Næstkomandi laugardag verður haldin hin árlega bifhjólasýning Rafta haldin í Borgarnesi. Þetta er í tíunda sinn sem félagið stendur fyrir sýningunni sem notið hefur mikilla vinsælda, bæði meðal bifhjólafólks á Íslandi sem og íbúa í Borgarbyggð og nágrenni. Sýningin fer fram í Hjálmakletti og stendur yfir frá klukkan 13-17. Að sögn Guðjóns Bachmann félagsmanns í Röftunum þá ríkir mikil tilhlökkun fyrir sýningunni líkt og áður. „Markmið okkar Raftanna er að hafa fyrst og fremst gaman að þessu. Slík stemning hefur verið á sýningunni undanfarin ár og verður ekki annað séð en að svo verði áfram í ár. Sýningin er orðinn fastur liður á hjólavertíðinni og kemur bifhjólafólk víðsvegar að á sýninguna,“ segir Guðjón en hátíðin var fyrst haldin árið 2001.

 

 

 

 

Svipað snið verður á hátíðinni í ár eins og fyrri ár. „Frítt er inn á sýninguna nú líkt og verið hefur frá upphafi. Fyrirtæki og einstaklingar sem við höfum leitað til við undirbúning sýningarinnar hafa tekið okkur vel og styrkt okkur myndarlega. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í janúar. Vegna þessa myndarlega stuðnings og góðs skipulags félaga í Röftum, getum við haldið sýninguna á þessum grunni,“ segir Guðjón. Ýmislegt verður hægt að sjá og gera á sýningunni. „Grunnurinn í sýningunni eru mótorhjólin sem verða til sýnis fyrir gesti. Þetta eru fjölmörg mótorhjól af öllum stærðum og gerðum, bæði í eigu Rafta og annarra. Nokkur fyrirtæki sem þjónusta bifhjólafólk verða með kynningarbása til dæmis Mótorsmiðjan í Reykjavík og fulltrúar frá bifhjólablaðinu „Kickstart“. Í ár verður einnig efnt til hjólaleika utandyra þar sem bifhjólamenn munu keppa í ýmsum þrautum. Loks verðum við með kaffisölu þar sem seldar verða meðal annars nýbakaðar vöfflur,“ bætir Guðjón við. Á hverri sýningu er sérstakur gestaklúbbur sem sýnir hjól með Röftunum sem að þessu sinni verður bifhjólaklúbburinn Road Race í Hafnafirði. „Nóg verður um að vera á sýningunni og eru allir boðnir hjartanlega velkomnir,“ sagði Guðjón að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is