Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. maí. 2012 11:01

Völundurinn og listamaðurinn Guttormur fagnar tímamótum

Um næstu helgi fagnar listamaðurinn og völundurinn Guttormur Jónsson á Akranesi tímamótum. Gutti, eins og hann er jafnan kallaður, er mörgum kunnur, ekki síst Skagamönnum sem hafa fengið að njóta listaverka hans og frumleiks, meðal annars í útilistaverkum sem sjá má á vinsælum gönguleiðum við bæinn. „Ég ætlaði ekkert að halda upp á þessi tímamót að ná sjötugsaldri, en fyrir hvatningu frá Lárusi syni mínum ákveð ég með mjög stuttum fyrirvara að fá húsnæði og sýna það sem ég hef verið að gera á vinnustofunni undanfarið. Það var bara hressandi að stökkva á þessa hugmynd. Ég hélt sýningar á ákveðnu tímabili bæði hér á Akranesi og í Reykjavík, m.a. á Kjarvalsstöðum og í Gallerí Úmbru, en hef ekki verið duglegur við að sýna seinni árin. Ég vil bjóða alla velkomna að skoða þessa helgarsýningu mína sem verður í húsnæði Gallerí Gása, Ármúla 38 í Reykjavík frá klukkan 14-18 laugardaginn 12. maí og sunnudaginn 13. maí.

Kjarval sagði: „Við verðum að hugsa um steinana. Við megum ekki alltaf láta þá liggja undir skugganum okkar. Við eigum stundum að klappa þeim og hlusta á þá og heyra hvað þeir hugsa.” Kannski er ég að reyna að sýna hvað í þeim býr,” sagði Guttormur í samtali við Skessuhorn vegna þessara tímamóta.

 

Ítarlegt viðtal birtist við kappann í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is