Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. maí. 2012 01:12

Verri afkoma Akraneskaupstaðar en áætlað var

Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar í gær voru ársreikningar bæjarfélagsins og stofnana þess fyrir árið 2011 teknir til fyrri umræðu. Fram kemur í þeim að heildarafkoma bæjarsjóðs og tengdra stofnana var neikvæð um 194,7 milljónir króna á móti um 75,9 milljóna króna tapi eins og fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Munurinn er 118,8 milljónir króna. Rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði sýnir 109 milljóna króna halla í stað um 56 milljónum í fjárhagsáætlun. Í tilkynningu frá Akraneskaupstað vegna ársreikningsins segir að starfseminni sé skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða aðalsjóð, eignasjóð, Gámu, Byggðasafn og Fasteignafélag slf.  Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Fasteignafélag ehf, Háhiti ehf og hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði.

Heildartekjur í samanteknum ársreikningi voru um 4.445 m.kr. eða 238 m.kr. hærri en fjárhagsáætlun sagði til um. Rekstrarútgjöld voru 4.554 m.kr. eða 290 m kr. hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Handbært fé frá rekstri var um 375 m.kr., fjárfestingarhreyfingar voru nettó um 700 m.kr. og fjármögnunarhreyfingar um 9,9 m.kr. nettó, þar af afborganir langtímalána 459,5 m.kr. Tekin voru ný langtímalán upp á 608,6 m.kr. á árinu 2011. Handbært fé í árslok er um 518,1. m.kr. og hafði lækkað um 315,2 m.kr. á árinu.

Heildareignir Akraneskaupstaðar í árslok 2011 voru 11.557 m.kr. Skuldir og skuldbindingar voru samtals um 6.298 m.kr., þar af langtímaskuldir 2.555 m.kr. og lífeyrisskuldbindingar 2.908 m.kr. Eigið fé var í árslok um 5.259 m.kr. og hafði lækkað um 121,0 m.kr. frá árinu 2010. Eigið fé er 45,51% í heild. Heildarlaunagreiðslur með launatengdum gjöldum hjá Akraneskaupstað voru 2.603,5 m.kr. Fjöldi stöðugilda var að meðaltali 473 sem er fjölgun um 64 frá fyrra ári.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is