Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. maí. 2012 06:20

Fékk hlýjar móttökur við opnunina - héldu viðskiptavininn einn af þýsku eigendunum

Þegar sumarið var um það bil að ganga í gerð, samkvæmt almanakinu, var byrjað að reisa sumarbústað í landi Erpsstaða í Miðdölum. Húsið rís á einni af fimm lóðum í landareigninni sem áformaðar eru fyrir bústaði. Að sögn Þorgríms Guðbjartssonar bónda er bústaðurinn í eigu þýskrar konu sem var fyrsti viðskiptavinurinn þegar þau hjón á Erpsstöðum byrjuðu með ferðaþjónustu í gamla húsinu fyrir sex árum. „Hún hefur komið einu sinni til tvisvar á ári síðan og er mikil áhugamenneskja um íslenska hestinn. Í fyrra ákvað hún svo að byggja sér bústað. PJ byggingar á Hvanneyri smíðuðu bústaðinn í vetur og er fyrirtækið búið að koma honum fyrir hérna.”

 

 

 

 

Þorgrímur segir að það hafi verið á fimmtudaginn var sem konan var að keyra norður í Dali frá Keflavík. „Það var einmitt svolítið sniðugt í kringum það í síðustu viku þegar sú þýska kom til landsins að kaupa allt inn í bústaðinn. Þegar hún var að renna í gegnum Reykjavík og Mosfellsbæ varð hún þess einmitt vör að mikil umferð var í kringum Bauhaus og taldi víst að þar væri loksins búið að opna. Inn fór hún til að skoða og var tekið með kostum og kynjum, enda héldu allir að þessi vel þýskumælandi kona væri komin frá eigendunum sjálfum í Þýskalandi. Þannig að hún gerði ekkert meira þann daginn en að spjalla við fólk og gera veitingunum góð skil. Það var ekki fyrr en komið var hingað heim í Erpsstaði sem hún uppgötvaði að þetta var veislan með „staffinu” sem hún lenti í, en ekki opnunin sjálf. Hún var svo mætt þegar verslunin var opnuð á laugardeginum til að kaupa inn í bústaðinn það sem hana vantaði.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is