Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. maí. 2012 10:01

ÍA klukka komin í safnið á Litlu Kaffistofunni

Stefáni Þormar í Litlu Kaffistofunni við rætur Hellisheiðar er sem kunnugt er frægasti áhangandi Skagamanna í fótboltanum um tíðina. Stefán hefur sankað að sér ýmsu sem tengist Skagaliðinu og fótboltanum eins og gestir á Litlu kaffistofunni hafa orðið varir við. Á dögunum gerðu þeir sér ferð til Stefáns, Helgi Daníelsson ljósmyndari og fyrrum markvörður ÍA liðsins og Pétur Elísson Skagamaður, til að afhenda Stefáni í safnið forláta ÍA klukku sem Pétur hefur gert. Stefán sagði í samtali við Skessuhorn að það hefði verið mjög skemmtilegt að fá þá Helga og Pétur í heimsókn með klukkuna góðu einmitt rétt áður en spennandi tímabil byrjar í boltanum. Sem vera ber hafi margt borið á góma hjá þeim félögum, enda ýmsar bollaleggingar í gangi eins og jafnan þegar grasið fer að grænka og boltinn að rúlla. Spennandi leikur verður einmitt á Skaganum í kvöld þegar ÍA tekur á móti KR í annarri umferð úrvalsdeildar.

Nánar er rætt við þá Pétur og Stefán í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is