Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. maí. 2012 06:01

Áhugaljósmyndarar á Akranesi byrja að mynda húsin í bænum

Núna um helgina munu félagar í áhugaljósmyndaklúbbnum Vitanum á Akranesi byrja vinnu við ljósmyndun húsa á Akranesi. Íbúar ættu því ekki að kippa sér upp við að sjá fólk með myndavélar á ferð við húsin sín. Farið er í þetta verkefni í tilefni 70 ára afmælis Akraneskaupstaðar á þessu ári. Mun myndatakan standa eitthvað fram eftir sumri. „Það er ósk okkar að bæjarbúar taki vel í þetta enda um sögulega heimildaöflun að ræða. Ætlun okkar er að til verði heimildaskrá í ljósmyndum um öll húsin í bænum, ómetanlegt þegar fram líða stundir,“ segir í tilkynningu frá Vitanum.

 

 

 

„Vitinn er áhugaljósmyndaklúbbur á Akranesi þar sem félagsmenn geta miðlað reynslu sín á milli, svo sem um stillingar myndavéla, myndatökur, eftirvinnslu mynda og fleira. Þá er stefnt að því að félagar fari saman í ferðir til ljósmyndunar. Slóð á heimasíðu félagsins er www.vitinn.net Þar er hægt að skoða hvað er að gerast hjá félaginu og skrá sig í það. Fundir eru haldnir klukkan 20.00 þriðja þriðjudag í mánuði og fara fram í Garðakaffi. Öllum er velkomið að mæta og fylgjast með hvað er í gangi. Aðalfundur Vitans verður haldinn 15. maí klukkan 20 í Garðakaffi og eru nýir félagar velkomnir.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is