Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. maí. 2012 12:52

Vatnsréttarhafar í Rifi kaupa stóra vatnsverksmiðjuhúsið

Skiptastjórn þrotabús Iceland Glacier Product, félagsins sem byggði stóra vatnsverksmiðjuhúsið í Rifi, hefur samþykkt kauptilboð í húsið frá núverandi vatnsréttarhöfum, eigendum félagsins IV Iceland ehf sem hafa byggt annað vatnsverksmiðjuhús, sýnu minna en það sem fyrir stóð í Rifi. Eigendur IV Iceland ehf eru breskir fjárfestar og þótti tilboð Bretanna hagstæðara en annað tilboð sem barst frá aðilum sem hugðust kaupa húsið til niðurrifs og flytja það burtu. Forráðamenn Snæfellsbæjar fagna þessari niðurstöðu. Hún gefi miklar vonir um að þau áform gangi eftir að frá Snæfellsbæ verið umfangsmikill vatnsútflutningur með allri þeirri atvinnusköpun og tekjum fyrir byggðarlagið sem því fylgir.

 

 

 

 

Skiptastjórn gerði þann sjálfsagða fyrirvara með kauptilboð bresku fjárfestanna í stóra vatnsverksmiðjuhúsið að fjármögnun tækist. Sagði Sigurður Halldórsson skiptastjóri ekki hafa neina ástæðu til að ætla annað en hún gengi eftir. Hann kvaðst ekki geta gefið upp kaupverðið þar sem ekki væri búið að ganga frá sölunni á húsinu. Að öðru leyti væri unnið að uppgjörsmálum og stæðu vonir til að eitthvað myndi hafast upp í kröfur sem komið hefðu í þrotabúið. Sala verksmiðjuhússins væri þar stærsti tekjuliðurinn sem til skipta kæmi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is