Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. maí. 2012 10:23

Skagamenn lögðu KR í markaleik á Jaðarsbökkum

Á þriðja þúsund áhorfendur urðu í kvöld vitni að því þegar nýliðarnir Skagamenn í úrvalsdeild lögðu Íslandsmeistaa KR á Akranesvelli 3:2. Í upphafi leiks vottuðu leikmenn og gestir Sigursteini Gíslasyni virðingu sína með einnar mínútu löngu klappi. Steini Gísla lést í janúar síðastliðnum eftir erfið veikindi. Hann lék bæði með Skagamönnum og KR á leiktíð sinni og á hvað drýgstan þátt í þeirri vináttu sem myndast hefur milli liðanna.  Leikurinn í kvöld var nokkuð kaflaskiptur. Gestirnir í KR komust yfir á 11.  mínútu með marki Þorsteins Más Ragnarssonar eftir að vörn heimamanna sofnaði tímabundið í nokkrar sekúndur. Skagamenn jöfnuðu þó fljótlega með glæsilegu marki Jóhannesar Karls Guðjónssonar úr aukaspyrnu. Það var síðan Skagamaðurinn Arnar Már sem kom ÍA yfir. Kjartan Henry jafnaði þá fyrir KR og útlit fyrir jafntefli þegar skammt var af eftir af leiknum. Sigurmarkið gerði síðan Gary Martin eftir vandræðagang í vörn KR undir lok venjulegs leiktíma. Þrátt fyrir að KR-ingar sæktu stíft í lokin náðu þeir þó ekki að bæta við marki og stigin þrjú öll Skagamegin. Maður leiksins var tvímælalaust Páll Gísli Jónsson markvörður ÍA sem varði fjölda skota gestanna sem mörg hver voru eftir hornspyrnur.  Eftir leikinn eru Skagamenn á toppi úrvalsdeildar með sex stig, jafnir Val.

Nánari lýsing af leiknum birtist hér í fyrramálið.

 

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is